Gripla - 01.01.1990, Side 340
336
GRIPLA
filiorum nobilium, um uppeldi heldri manna barna og er því ekki
‘furstaspegill’ í þröngum skilningi, en hin tvö, De morali principis in-
structione og De eruditione principum, fjalla ítarlega um konungsvald
og konungdæmi.29
Milli þessara flokka eru náin tengsl, og væri hægt að tala um stöðuga
þróun frá fyrsta til fjórða flokks. Hver flokkur tekur nefnilega upp
umræðuefni flokksins á undan og bætir öðrum nýjum við, og þannig er
sífellt fjallað um aðalefnið, fyrirmyndarkonunginn, á flóknari og um-
fangsmeiri hátt. Einföld dyggðaskrá verður smám saman að kerfis-
bundnum hugleiðingum um konungsvaldið í öllu sínu samhengi. En
þessi þróun er samt ekki annað en hugmynd, því að flokkarnir fjórir
taka engan veginn hver við af öðrum í tímans rás: þeir eru allir til sam-
tímis. Meðal hinna sex ‘furstaspegla’ frá Karlungatímabilinu má finna
fulltrúa allra flokkanna fjögurra, og um þá alla eru einnig skýr dæmi á
12. og 13. öld. Það er því ekki að furða þótt H.H. Anton, sem fæst ein-
ungis við verk Karlungatímabilsins, haldi því ákveðið fram að ekkert
sé sameiginlegt í formgerð þeirra: ‘Den karolingischen Fiirstenspiegel
in formaler Hinsicht gab es nicht’.30
Hann lætur sér síðan nægja að búa til lista yfir þau umræðuefni31 sem
tekin eru til meðferðar í þessum verkum: það sem skapar einingu
bókmenntagreinarinnar er að sérhver ‘furstaspegill’ fjallar um eitt eða
fleiri umræðuefni á þessum lista. Þótt listi Antons sé gerður eftir verk-
um Karlungatímabilsins, hefur hann að geyma umræðuefni þeirra fjög-
urra flokka, sem áður voru taldir, og má líta á hann í heild sinni sem
e.k. efnisskrá yfir fjórða flokkinn, sem er efnismestur, því að hann fel-
ur einnig í sér umræðuefni hinna flokkanna þriggja. Listinn er á þessa
leið í nokkuð breyttri mynd og aðlagaðri að þeirri flokkaskiptingu,
sem hér hefur verið notuð:32
1) Afstaða konungsvalds og kirkjuvalds, staða konungsins í þeirri al-
29 Svo virðist sem De eruditione filiorum nobilium og De morali principis instructione
séu fullgerðir hlutar af verki Vincentius frá Beauvais, en De eruditione principum (sem
síðar var ranglega eignað Tómasi frá Akvínó) sé ágrip af því eins og það átti að verða í
heild, og hafi samstarfsmenn Vincentius gefið það út eftir dauða hans (sbr. Berges, tilv.
rit, bls. 185 o. áfr. og bls. 303 o. áfr.).
30 H.H. Anton, Fiirstenspiegel und Herrscherethos, bls. 89, n. 64.
31 ’Themenkreise’, sama stað.
32 Sama stað. Eins og H.H. Anton raðar umræðuefnunum upp er listinn svona: T)
Die Stellung des Königs in der Weltordnung (Minister, Vicarius Dei); 2) Bedeutung der