Gripla - 01.01.1990, Side 341
STAÐA KONUNGSSKUGGSJÁR
337
heimsskipan, sem guð hefur ákveðið, skilgreining orðsins rex og and-
stæðan rex og tyrannus.
2) Virtutes regiae, fyrirmyndarkonungurinn, siðferði konungs í
einkalífi og stjórnmálum, laun konungs eftir dauðann (og refsing ef
svo ber undir).
3) Dæmi um konunga (Sál, Davíð, Salómon, ættfeður þess konungs
sem verkið er samið fyrir).
4) Starf konungs og hlutverk hans sem verndari þeirra, sem eru
minnimáttar, og fyrirmynd þegna sinna. Aðferðir hans við að beina
þegnum sínum á rétta braut og viðhalda dyggðum í ríkinu.
Hinir einföldustu ‘furstaspeglar’ fjalla einungis um annað umræðu-
efnið á þessum lista, dyggðirnar, en hin verkin bæta við öðrum um-
ræðuefnum, uns þau eru flestöll eða öll tekin fyrir í verkum fjórða
flokksins. En þessi listi Antons sýnir, að öll þau umræðuefni, sem tek-
in eru til meðferðar í ‘furstaspeglum’ miðalda fram á 13. öld a.m.k.,
voru fyrir hendi þegar í upphafi, og efnisvalið í hinum einstöku verk-
um fer því eftir höfundunum og þeim markmiðum sem þeir höfðu í
huga, en ekki eftir ritunartíma og einhverri sögulegri þróun þessarar
bókmenntagreinar.
Þetta síðasta atriði er mikilvægt. Ef hægt væri að sýna fram á beina
þróun, t.d. fjölgun og útvíkkun umræðuefna þessara verka í tímans
rás, væri nefnilega augljóst, að um skýrt afmarkaða bókmenntagrein
væri að ræða, og hægt að tala um ‘furstaspegla-hefð’ á miðöldum. En
þótt þessi þróun hafi ekki orðið, er þá a.m.k. hægt að sýna fram á ein-
hver bókmenntatengsl milli þessara verka? Er t.d. hægt að finna ein-
hverja vissa fyrirmynd, sem hafi haft áhrif á þessa ‘furstaspegla’, hafa
höfundar þeirra stuðst við eldri verk af sama tagi eða þá hins vegar
skrifað gagngert á móti þeim?
Um þessi atriði hefur aldrei verið fjallað á kerfisbundinn hátt, en
eftir þeim upplýsingum að dæma sem fyrir hendi eru, virðast bók-
menntaleg tengsl þessara ‘furstaspegla’ vera ákaflega lítil. Jónas frá
Orléans virðist þekkja verk Smaragds en hann styðst lítið sem ekkert
Rexdefinition (Isidor, Pseudo-Cyprian), Kontrastierung Rex-Tyrannus; Exempla des
Herrschers; 3) das Amt des Königs (Ministerium, Officium), Schutz der Kirche, der Ar-
men, Witwen und Waisen; Volksleitung: Correctio der Untertanen, Vorbildhaftigkeit
des eigenen Handelns; Bedeutung der Ratgeber; 4) Virtutes regiae und Privatmoral
(Selbstlenkung), Lohn und Straf des Herrschers; Korrelatverháltnis Herrschertugend-
Volkswohl’.