Gripla - 01.01.1990, Síða 342
338
GRIPLA
við það.33 Sedulius Scotus notar hvorki verk Smaragds né Jónasar.34
Hincmar mun hafa þekkt verk Jónasar, en honum virðist vera meira í
mun að bæta við það en skrifa um sömu hluti og fyrirrennarinn.35 Ern-
old svarti er eini höfundur Karlungatímabilsins, sem styðst rækilega
við eldri ‘furstaspegil’, þ.e.a.s. verk Smaragds, en hann er líka sá eini,
sem semur ekki verk sitt í beinum pólitískum tilgangi, því að hann orti
Elegíu sína ekki til að hafa áhrif á Pippin konung, heldur til að sættast
við hann og fá að snúa aftur úr útlegð.36
Það er því engan veginn hægt að tala um ‘furstaspegla-hefð’ á Karl-
ungatímabilinu, og jafnvel þótt svo hefði verið, hefði hún rofnað að
því loknu. Wilhelm Berges fullyrðir nefnilega að ‘furstaspeglar’ þessa
tíma hafi ekki haft nein áhrif á sams konar verk 12. og 13. aldar, - það
sé jafnvel ekki til nein sönnun fyrir því að menn hafi yfirleitt lesið þau
á þessum tíma.37 Um ‘furstaspegla’ 12. og 13. aldar gegnir svo mjög
svipuðu máli og verk Karlungatímabilsins. Fyrstu tvö verkin úr þeim
hópi, De principis instructione eftir Giraldus og Speculum regum eftir
Gottfred frá Viterbo virðast ekki hafa haft nein áhrif á bókmenntir yf-
irleitt.38 La Philippide eftir Guillaume le Breton er samin sem svar við
Carolinus eftir Egidius frá París, og hafði þetta fyrrnefnda verk nokk-
ur áhrif, en ekki á yngri ‘furstaspegla’ heldur á sagnaritun.39 Á sama
hátt hafði Liber de regimine civitatum eftir Jóhannes frá Viterbo áhrif
á Le livre du trésor eftir Brunetto Latini, sem á ekkert skylt við ‘fursta-
spegla’.40 Hvað snertir þau verk, sem samin voru um miðja 13. öld, þá
33 ’Jonas kennt also seinen aquitanischen Vorláufer, ist ihm aber nicht im Essentiel-
len verpflichtet’, H.H. Anton, tilv. rit, bls. 216.
34 ’Direkte Beziehungen zu den kontinentalen Autoren derselben Literatur scheint
er kaum aufzuweisen’, H.H. Anton, tilv. rit, bls. 263, n. 582.
35 Sbr. Wilhelm Berges, Die Fiirstenspiegel, bls. 3, n. 3. Hincmar virðist hafa notað
handrit, sem hafði m.a. að geyma brot úr verki eftir Jónas ásamt tilvísunum í kirkju-
feður o.fl. Sbr. H.H. Anton, tilv. rit, bls. 222 og 286.
36 Um verk Ernolds svarta sjá H.H. Anton, tilv. rit, bls. 190-98.
37 Wilhelm Berges, tilv. rit, bls. 3.
38 Sama stað, bls. 294. Um Speculum regum sjá einnig Wattenbach-Schmale,
Deutschlands Geschichtsquellen im Mittelalter I, Darmstadt 1976, bls. 77-92. Þetta verk
virðist hafa verið lesið, en þó ekki mikið, í lok miðalda.
39 H.F. Delaborde: Oeuvres de Rigord et de Guillaume le Breton I, París 1885, bls.
lxxvii.
40 Wilhelm Berges, tilv. rit, bls. 299.