Gripla - 01.01.1990, Side 345
STAÐA KONUNGSSKUGGSJÁR
341
bókmenntasögu miðalda sem bókmenntagrein. Þau eru það að vissu
leyti, en stöðu þessarar bókmenntagreinar er á allt annan veg háttað
en venjulega hefur verið talið. Segja má, að í menningarheimi miðalda
séu þessir ‘furstaspeglar’ staddir á einhverjum fremur óljósum stað,
þar sem mætast uppbyggileg rit um siðferði, stjórnmálarit og sagn-
fræðirit, og þeir séu á vissu ‘reiki’ milli þessara bókmenntagreina.46
Samt sem áður hafa þessi verk í heild sinni vissa einingu, vegna þess
hvernig þar fléttast saman þau umræðuefni eða þemu sem áður voru
nefnd. Þema ‘fyrirmyndarkonungsins’ er ekki aðeins leiðsöguþráður,
sem gerir kleift að skilgreina hvað ‘furstaspegill’ er, heldur verður það
í þessum verkum að eins konar miðpunkti í þema-samsafni, þar sem
siðfræðilegir, pólitískir og sögulegir þættir, sem komnir eru úr ýmsum
áttum, fléttast saman eftir reglum af því tagi, sem flokkaskiptingin gef-
ur til kynna (og geta verið mjög margvíslegar).
En ástæðunnar fyrir þessari einingu verkanna er að leita utan bók-
menntasviðsins: ‘Furstaspeglar’ þessa tímabils miðalda eru samdir án
beinna tengsla sín á milli, en við svipaðar aðstæður, - það er að segja í
ákveðnum tengslum við konung eða höfðingja (og skiptir litlu máli í
þessu sambandi hvort tengslin eru jákvæð eða neikvæð) og endur-
spegla þannig þær hugmyndir, sem við hann eru bundnar. Þegar ekki
er gerður skýr greinarmunur á hegðun í einkalífi og opinberu siðferði,
þegar svo er litið á að konungur eigi að vera dyggðugur og tryggja að
þegnar hans séu það líka - því einungis ‘rex iustus’ er lögmætur kon-
ungur, - og sagan, ekki síst biblíusagan, er álitin vera leiðarvísir (’mag-
istra vitae’) fyrir stjórnmálamenn, - þá er ljóst að persóna konungsins
sameinar öll þau atriði, sem mynda ‘furstaspegla’ þegar í upphafi. Það
er því fullkomlega eðlilegt að hliðstæð verk séu rituð hvert óháð öðru
á mjög ólíkum tímum og stöðum.47
Um þetta mætti margt segja, en nú er kominn tími til að víkja aftur
að Konungsskuggsjá og athuga hver kunni að vera tengsl hennar við
erlenda ‘furstaspegla’. Það var lengi talið svo augljóst að norska ritið
tilheyrði þessari svokölluðu bókmenntagrein, að fræðimenn gerðu sér
ekki það ómak að athuga málið, heldur létu sér nægja óljósar fullyrð-
46 Kleineke komst að nokkuð svipaðri niðurstöðu, sbr. athugasemd 22.
47 Það er því ekki fjarri lagi að útskýra þessa ‘furstaspegla’ með almennri þörf fyrir
slík verk, eins og H. Hellmann gerir (Sedulius Scotus, Quellen und Untersuchungen zur
lateinische Philologie des Mittelalters, Múnchen 1906, bls. 1-2), þótt það hugtak þarfnist
að sjálfsögðu nánari skýringar.