Gripla - 01.01.1990, Síða 346
342
GRIPLA
ingar eins og þá, að Konungsskuggsjá líktist sumum ‘furstaspeglum’ en
ekki öðrum, og hefði höfundur hennar kannski fylgt mörgum fyrir-
myndum. En Sverre Bagge, sem er sá eini, sem hefur rannsakað mál-
ið, kemst að allt annarri niðurstöðu. Hann segir fyrst að í Konungs-
skuggsjá sé ekki að finna nein merki um áhrif frá erlendum ‘fursta-
speglum’,48 og eftir að hafa rannsakað mjög vandlega stjórnmálahug-
myndir hins norska höfundar, gengur hann enn lengra og segir að
hann hafi sennilega ekki lesið neinn erlendan ‘furstaspegil’ og þekki
ekki þessa bókmenntagrein.49
Þessi kenning Sverre Bagge er tvímælalaust rétt, en hún er þó ekki
lokasvar við þeirri spurningu, sem sett var fram áðan. Hafi höfundur
Konungsskuggsjár ekki þekkt neinn ‘furstaspegil’ eldri, er hann að því
leyti ekki ólíkur mörgum höfundum slíkra rita og gæti þess vegna vel
hafa samið eins konar norskan ‘furstaspegil’, enda bendir Sverre Bag-
ge líka á að ýmislegt sé sameiginlegt með norska ritinu og þessum er-
lendu verkum.50 Spurningin er því fyrst og fremst sú hvort höfundur
Konungsskuggsjár sé í svipaðri stöðu gagnvart konungi og höfundar
hinna erlendu ‘furstaspegla’ og hvort sú staða leiði til þess að fjallað sé
um samskonar efni eftir svipuðum reglum. Eins og uppbyggingu Kon-
ungsskuggsjár er háttað má finna í henni þrjú atriði, sem gefa tilefni til
almenns samanburðar við erlenda ‘furstaspegla’. Eru þau í fyrsta lagi
tengslin við persónu konungsins, í öðru lagi uppbygging verksins í
heild, og í þriðja lagi uppbygging og efni þriðja bálksins, hins svokall-
aða ‘konungsbálks’. Verður því fjallað um þessi atriði hvert fyrir sig.
1) Konungsskuggsjá er að því leyti ólík flestum ‘furstaspeglum’ að
ekkert í verkinu gefur til kynna að hún sé rituð fyrir einhvern ákveð-
inn konung: hún er ekki tileinkuð konungi og hann er hvergi ávarpað-
ur beint. Þetta atriði, sem menn virðast aldrei hafa gefið mikinn gaum,
48 Sverre Bagge, Den politiske ideologi i Kongespeilet, bls. 22.
49 Sama stað, bls. 258.
50 Sverre Bagge dregur því ekki beinlínis í efa, að Konungsskuggsjá sé ‘Fiirstenspie-
gel’ (sama stað, bls. 22-23), en hann skoðar vandamálið frá praktísku sjónarmiði. Öll
þessi rit eiga það sameiginlegt að fjalla mjög ítarlega um konung, og þar sem þessir
‘furstaspeglar’ eru langstærsti hluti þeirra erlendra rita um stjórnmálafræði, sem ekki eru
samin af sérfræðingum í kirkjurétti eða Rómarrétti, liggur í augum uppi að það eru fyrst
og fremst þeir, sem nothæfir eru til samanburðar ef menn ætla að rannsaka stjórnmála-
kenningar Konungsskuggsjár í evrópsku samhengi. Eins og Sverre Bagge afmarkar
rannsóknarefni sitt er þessi aðferð góð og gild, hvaða skoðun sem menn hafa á því hvort
Konungsskuggsjá geti talist ‘furstaspegill’ eða ekki.