Gripla - 01.01.1990, Page 347
STAÐA KONUNGSSKUGGSJÁR
343
gerir það ólíklegt að verkið sé beinlínis ritað fyrir Hákon konung eða
hann hafi beðið um það til að uppfræða syni sína. Þrátt fyrir þetta er
ekki loku fyrir það skotið, að höfundur Konungsskuggsjár hafi verið í
sömu stöðu gagnvart konungi eða svipaðri og höfundar hinna erlendu
‘furstaspegla’. Til að komast að raun um það verður að athuga hlut-
verk hans í ritinu: er hann aðalpersóna þess og eru þau vandamál sem
snerta hann kynnt sem aðalefni bókarinnar?
Staða konungs í þessu norska riti er fremur undarleg og jafnvel tví-
ræð. í formálanum segir höfundur mjög skýrt: ‘Svo á konungur hver
sem einn að sjá í þessa skuggsjón’ - og virðist það benda til þess að
verkið sé samið fyrir konunga og sé starf þeirra og hlutverk aðalatriðið
- en hann bætir strax við: ‘En þó að það nafn sé heldur á að kóngs
skuggsjón sé kallað, þá er hún skipuð öllum og þar með heimild svo
sem almenningur, því að hverjum er kostur í að sjá er vill’.51 Konungs-
skuggsjá er því samin fyrir nokkuð breiðan lesendahóp en ekki gerð
sérstaklega fyrir konung eða konunga.
Eins og mönnum er kunnugt er norska ritið samtalsbók. Þetta bók-
menntaform er ekki notað í erlendum ‘furstaspeglum’ eldri, þótt e.t.v.
mætti halda því fram að bréfaskiptaformið, sem notað er í ritinu Mora-
le somnium Pharaonis, sé því hliðstætt og einnig spurninga- og svara-
formið í verkinu Libro de la nobleza y lealtad. í báðum þessum rit-
smíðum er bókmenntaformið notað á þann hátt að kenningar og skoð-
anir höfundar eru settar fram eins og svör við fyrirspurnum konungsins
sjálfs. Um samtalsformið í Konungsskuggsjá gegnir hins vegar allt
öðru máli. Höfundur setur á svið ‘föður’ og ‘son’, sem eru ekki nafn-
greindir eða kynntir nánar, en eru ekki á nokkurn hátt konunglegar
persónur. ‘Faðir’ hefur áður verið hirðmaður og ‘sonur’ ætlar að fara
að fordæmi hans og þjóna konungi, en það kemur vitanlega alls ekki
til greina að hann geti orðið konungur sjálfur. Mikill hluti samtalsins
snýst í kringum vandamál, sem sett eru í samband við væntanlegan fer-
il ‘sonar’. í formálanum er svo látið heita, að ‘sonur’ hafi skrifað ritið
til að varðveita kennslu ‘föður’.52
51 Konungs skuggsiá, útg. Ludvig Holm-Olsen, Ósló 1983, bls. 2. (Hér er jafnan vitn-
að í þessa útgáfu).
52 Anne Holtsmark reynir að vísu að benda á hliðstæðu: ‘Et annet ‘kongespeil’ som
er formet som en fars formaninger til sin spnn er Ludvig den helliges rád til sin sðnn
Philippe, overs. til sv. i middelalderen’ (Kulturhistorisk leksikon IX, 62). En hér er ekki
um raunverulega hliðstæðu að ræða: í Enseignemens au Prince Philippe (sem virðist vera