Gripla - 01.01.1990, Page 348
344
GRIPLA
Að þessu leyti er Konungsskuggsjá því gerólík hinum erlendu
‘furstaspeglum’: hún er ekki samin fyrir konung og konungur er ekki
aðalpersónan. Það er ekki hægt að bera norska ritið saman við verk
eins og L’enseignement des princes eftir Robert frá Blois. Það er að
vísu samið fyrir riddara og lýsir þeim dyggðum, sem þeir eiga að hafa,
en snertir þó konung alveg beint, því að hann er einmitt fremstur ridd-
ara og á að hafa allar dyggðir þeirra í enn ríkara mæli en aðrir. Kon-
ungsskuggsjá er ætluð öllum, þar á meðal konungi, en hún fjallar um
vandamál, sem snerta ‘son’ fyrst og fremst og eru mörg hver langt frá
því að tengjast konungi og hlutverki hans. Höfundur Konungsskugg-
sjár er því alls ekki í sömu stöðu gagnvart konungi og höfundar hinna
erlendu ‘furstaspegla’ og semur verk sitt frá öðrum sjónarhóli.
2) Til þess að glöggva sig betur á því sem hér hefur verið sagt er rétt
að líta nánar á umræðuefni ‘föður’ og ‘sonar’ og heildarbyggingu
verksins. Konungsskuggsjá skiptist eins og kunnugt er í þrjá bálka,
kaupmannabálk, hirðmannabálk og konungsbálk og ákvarðast tveir
hinir fyrstu af því að ‘sonur’ ætlar fyrst að gerast kaupmaður um nokk-
urt skeið og leita síðan inngöngu í hirðina til að verða konungsmaður.
Þetta er uppbygging, sem ekki finnst í neinum erlendum ‘furstaspegl-
um’, og þar að auki hefur ekkert þessara erlendu verka neitt sem líkist
kaupmannabálkinum: það sem í honum stendur er alveg óskylt um-
ræðuefnum þeirra. Maður gæti ætlað að hirðmannabálkurinn væri
meira í anda ‘furstaspegla’ af tveimur síðari flokkunum, enda eru
stundum í slíkum ritum kaflar um hirð konungsins. En þó er veigamik-
ill munur á þeim og Konungsskuggsjá. í erlendu ritunum er fjallað um
hirðina og skipan hennar frá sjónarmiði konungs og áhersla lögð á
stöðu hans gagnvart hirðmönnunum.53 Hirðmannabálkur norska rits-
ins er hins vegar saminn fyrir ungan og fáfróðan mann, sem vill fá inn-
samið 1270 og því áreiðanlega yngra en Konungsskuggsjá) er ‘faðir’ konungurinn sjálfur
og ‘sonur’ ríkisarfinn.
53 Slíkir kaflar virðast þó ekki vera eins algengir og búast mætti við, og fjalla gjarnan
um það hvernig konungur eigi að velja sér ráðgjafa og hvaða hættur honum geti stafað
af smjaðri og undirferli. f De rectoribus christianis eftir Sedulius Scotus heitir 6. kaflinn
t.d. ‘Quales consiliarios et amicos bonum principem habere decet’, og 4. kaflinn í De
regis persona et regio ministerio eftir Hincmar frá Reims heitir ‘Quales sibi adhibere
debeat rex consiliarios’. í De morali principis instructione eftir Vincentius frá Beauvais
fjallar fjórði hluti verksins um hættur af smjaðri o.þ.h. (sbr. Wilhelm Berges, tilv. rit,
bls. 308).