Gripla - 01.01.1990, Síða 352
348
GRIPLA
Á hinn bóginn er fjallað nokkuð rækilega um starf og hlutverk kon-
ungsins í þessu norska riti, og þar er að finna hefðbundin dæmi eða ex-
empla um Sál, Davíð og Salómon og skilgreiningu á konungsvaldi og
kirkjuvaldi og afstöðu þeirra. Samt er þetta ekki kerfisbundin umfjöll-
un um konungsvaldið eins og í ‘furstaspeglum’ fjórða flokksins, því að
samtal ‘föður’ og ‘sonar’ snýst í kringum eitt meginefni, sem sé dóma
og dómsvald, og rætt er um önnur efni út frá því.
Þannig er allt séð frá ákveðnu sjónarhorni. Segja mætti jafnvel að ef
konungurinn er í miðpunkti þessarar umræðu sé það vegna hlutverks
hans sem dómari, en hún virðist þó jafnframt vera ætluð öllum þeim,
sem hafa eitthvert dómsvald með höndum. Sögurnar um Sál, Davíð og
Salómon eru ekki sagðar sem dæmi um góða og vonda konunga heldur
um dóma, og túlkar höfundur þær samkvæmt því sjónarmiði. Pers-
ónuleiki og kostir eða gallar þessara konunga verða þannig atriði því
til skýringar hvers vegna einn dómur var réttlátur en annar ekki, og er
því ekki verið að fjalla um fyrirmyndarkonung í breiðum skilningi og
andstæðu hans (nema þá óbeint og á allt annan hátt en í erlendum
‘furstaspeglum’) heldur um góðan og vondan dómara. Skilgreiningin á
afstöðu konungsvalds og kirkjuvalds er ekki sett fram sjálfrar sín
vegna - til að útskýra stöðu konungsins í alheimsskipuninni - heldur til
skýringar á því hvers vegna Salómon hegndi Jóab.62 Enn skýrara verð-
vera vitur og margfróður og þó góðviljaður, að honum hæfir sjálfum að kunna á því
góða skilning að hann er þó sjálfur þjónn guðs, þó að hann sé svo mjög miklaður og
tignaður í háleitri guðs þjónustu’ (bls. 74). Um framkomu konungs gagnvart undirmönn-
unum segir ‘faðir’ svo: 'hann á sjálfur sig að sýna léttlátan og blíðan öllum góðum mönn-
um . . .’ (bls. 74). Hér er vikið að ýmsum dyggðum, en á ókerfisbundinn hátt, og svipuð
hugmynd endurtekin margsinnis. Með því að leggja ‘syni’ fyrstu setningarnar í munn er
eins og höfundur vilji gefa í skyn, að hér sé um svo augljós atriði að ræða, að ‘faðir’
þurfi ekki að kenna þau- hann útfærir þau einungis. í framhaldinu er einkum fjallað um
dœmin, sem konungur þarf að hugleiða. En hvergi er sagt frá konungum, sem séu ekki
prýddir þessum dyggðum og leitist ekki við að auka fróðleik sinn. Þótt setningar eins og
‘konungur á að vera’ komi fyrir, er því naumast hægt að segja að þær séu liður x lýsingu
á ‘fyrirmyndarkonungi’ eða hugtakið ‘fyrirmyndarkonungur’ leiki nokkurt hlutverk í
bókinni í sinni venjulegu merkingu, - til þess þyrfti lýsingin að vera kerfisbundin, and-
stæðan einnig að vera til staðar, svo og áminning til konungs um að lfkjast heldur fyrir-
myndinni.
62 Konungs skuggsiá, bls. 123-25. - Höfundar eins og Jónas frá Orléans og Jóhannes
frá Viterbo, sem fjölluðu á almennan hátt um valdið, settu allar slíkar skilgreiningar
fram á sínum ákveðna stað í röksemdafærslunni.