Gripla - 01.01.1990, Síða 353
STAÐA KONUNGSSKUGGSJÁR
349
ur þetta sjónarhorn, þegar höfundur fer í beinu framhaldi af þessari
skilgreiningu að segja frá launum og refsingu konunga eftir dauðann.
Þá er einungis minnst á það hvernig konungarnir hafa gætt dóms-
valdsins: þeim konungi sem hefur kveðið upp ranga dóma er vísað eft-
ir dauðann ‘þangað sem allir dómar eru rangir dæmdir’63, og þótt und-
arlegt megi kannski virðast er enn meiri áhersla lögð á þungar refs-
ingar þeirra konunga, sem hafa ekki gætt þess refsivalds sem guð fól
þeim, þegar hann ákvað afstöðu konungsvalds og kirkjuvalds, heldur
hafa látið einhvern hluta þess af höndum. Þetta síðasta atriði er í sam-
ræmi við meginefni þessa hluta verksins, og virðist vera kjarni málsins.
Þetta er eini staðurinn í Konungsskuggsjá, þar sem örlar á andstæð-
unni rex iustus - tyrannus - enda eru þar nefndir frægir harðstjórar,
Sál, Heródes og Neró, - en hún er miklu takmarkaðri en yfirleitt í evr-
ópskum miðaldaritum, byggist aðeins á einu atriði, svo að hæpið er að
unnt sé að kalla þetta sömu andstæðuna.64
Ef maður vildi staðsetja konungsbálkinn í þeirri flokkaskiptingu
‘furstaspegla’ sem áður var rakin, liggur einna næst að setja hann í
þriðja flokkinn, því aðalefni hans er hvernig konungur geti haldið uppi
góðum siðum í þjóðfélaginu. Munurinn er þó sá, að í erlendu ritunum
er skýrt frá því hvernig dyggðir konungur á að hafa og hvaða lesti hann
á að varast og síðan hvernig hann geti viðhaldið þessum sömu dyggð-
um meðal þegna sinna, en í konungsbálkinum er fyrra efnisatriðið ekki
fyrir hendi, - það er næstum því eins og gert sé ráð fyrir því, án nokk-
urrar verulegrar umræðu, að konungur sé dyggðum prýddur. Það sýnir
þessa afstöðu vel að hvergi er gert ráð fyrir því að ódyggðir almenn-
ings kunni að vera vondum og ódyggðugum konungi að kenna. í hirð-
mannabálkinum er upplausn í þjóðfélaginu (’óáran’) hins vegar rakin
til þess að fleiri konungar en einn fara samtímis með völdin.65
63 Konungs skuggsiá, bls. 124.
64 Um hugmyndina um rex iustus í Konungsskuggsjá sjá Sverre Bagge, Den politiske
ideologi i Kongespeilet, bls. 222-61. Sverre Bagge lítur svo á að þessi hugmynd skipi
mikinn sess í norska ritinu, en ég er hér að tala um andstæðuna milli rex iustus og tyr-
annus, sem kemur þar aðeins fram óbeint og á mjög þröngan hátt. Það er athyglisvert að
ekki eru til nein orð í Konungsskuggsjá yfir þessi útbreiddu hugtök: sé hægt að kalla
konungshugsjón verksins ‘rex iustus’ hefur höfundurinn hvorki það heiti né annað yfir
hana.
65 Höfundurinn þekkir þá skoðun, að siðgæði konungsmanna fari eftir siðgæði kon-
ungs sjálfs: ‘Fyrir því að hvar sem þeir koma, þá líta allra manna augu til þeirra siða og
meðferðar og allir hneigja sín eyru til þeirra orða og vænta þess allir sem vera ætti, að