Gripla - 01.01.1990, Side 355
STAÐA KONUNGSSKUGGSJÁR
351
uppbyggingu hinna erlendu ‘furstaspegla’, ekki skýrt Konungsskuggsjá
á neinn hátt. Það verður að leita annars staðar að skýringum á þessu
norska verki.
Nú kann ýmsum að finnast, að hér hafi verið lagður langur vaður að
lítilli veiði. Ég tel þó að þessi niðurstaða sé á vissan hátt mikilvæg,
ekki aðeins af því að jafnan er gagnlegt að kveða errores niður, ekki
síst þá, sem búið er að endurtaka mjög oft, heldur líka af því að hún
leiðir að mínum dómi inn á réttar brautir. Þeir sem hafa tengt Kon-
ungsskuggsjá við erlenda ‘furstaspegla’ hafa nefnilega gjarnan gert það
í ákveðnu samhengi. Anne Holtsmark segir t.d. í greininni
‘Kongespeillitteratur’ í Kulturhistorisk leksikon:
Med ordet speculum ’speil’ betegnet man fra tidlig middelalder
lærebpker i moral; i nord. er ordet (vn. skuggsiá) fprste gang
brukt i den mening i overs. av Alkuins bok om dyder og laster: i
hellige skrifter kan man se seg selv likesom i et speil, skuggsio
(GNH s.4). Slike ‘speil’ særlig beregnet pá konger og konge-
sónner var det mange av i eur. litt.69
Margir aðrir hafa sagt hið sama eins og um augljósa staðreynd væri að
ræða.
Fyrir þessari kenningu virðist þó ekki vera neinn fótur. Aldrei hefur
verið bent á neitt dæmi um að menn hafi á því tímabili, sem skiptir
máli fyrir rannsóknir á Konungsskuggsjá, notað orðið speculum eða
spegill sem samheiti fyrir kennslubækur í siðferði. Og dæmið, sem
Anne Holtsmark nefnir, er rangt, eins og kemur reyndar fram í orðum
hennar sjálfrar. Alcuin er alls ekki að tala um neina kennslubók í sið-
ferði, heldur er hann að bera heilaga ritningu saman við spegil, en það
er mjög gamall og útbreiddur topos og hefur allt aðra merkingu.70
Hvað snertir hina ‘mörgu spegla’, sem ætlaðir voru konungum og kon-
ungssonum, þá ber aðeins einn ‘Fúrstenspiegel’ eldri en Konungs-
skuggsjá heitið speculum. Það er Speculum regum eftir Gottfred frá
Viterbo, sem er reyndar mjög sér á báti og höfundur Konungsskugg-
sjár hefur áreiðanlega ekki þekkt, þar sem útbreiðsla hans var sáralít-
69 Kulturhistorisk leksikon IX, 61.
70 ’Sanctarum lectio Scriptuarum est cognitio beatitudinis. In his enim quasi in
quodam speculo homo seipsum considerare potest, qualis sit, vel quo tendat. Lectio
assidua purificat animam.’(Alcuin, De virtutibus et vitiis, Patrologia latina 101, col. 616).
Norska þýðingin er í Gamal norsk homiliebok, útg. Gustav Indrebo, Ósló 1931, bls. 4.