Gripla - 01.01.1990, Side 356
352
GRIPLA
il.71 Engum öðrum ‘Furstenspiegel’ er heldur nokkurn tíma líkt við
spegil, og reyndar virðist hugtakið ‘konungsspegill’ vera gersamlega
óþekkt, a.m.k. fyrir lok 13. aldar. Það er fyrst á 14. öld að rituð eru
verk, sem bera heitið Speculum regis eða Speculum regum72 og hægt er
að flokka saman sem sérstaka bókmenntagrein eða anga af bók-
menntagrein, en það virðist vera hrein tímaskekkja að nota orðið ‘Fur-
stenspiegel’ um rit frá eldri tímum. Þetta er mikilvægt atriði og vekur
þá áleitnu spurningu, hvort það hafi ekki verið sú tilviljun, að bókar-
titillinn Konungsskuggsjá frá 13. öld minnti á bókmenntaheitið ‘Fúr-
stenspiegel’ frá miklu yngri tíma, sem olli því að þetta norska rit var
umyrðalaust flokkað með þeim erlendu ritum, sem farið var að kalla
samheitinu ‘Fúrstenspiegel’ eða ‘konungaspegla’, að öllum líkindum á
19. öld. Flefur afstaða fræðimanna til Konungsskuggsjár því ekki mót-
ast af tímaskekkju?
Nú vill svo til, að á 12. og 13. öld (og reyndar á síðari öldum líka)
voru samin allmörg rit, sem báru titil settan saman úr orðinu specul-
um, Spiegel eða miroir og einhverju öðru orði, lýsingarorði eða nafn-
orði í eignarfalli. Það eru þessi rit, sem eru hinir eiginlegu ‘speglar’ í
réttri merkingu þess orðs, og er algerlega rangt - og veldur einungis
ruglingi - að yfirfæra þetta heiti á aðrar ritsmíðar. Það sem ‘speglarnir’
eiga sameiginlegt, er ekki aðeins þetta ákveðna og mjög skýra form
bókartitla, heldur líka hitt að orðið ‘spegill’ vísar til ákveðins tákn-
máls, sem gjarnan er lýst eða skírskotað til á einhvern hátt í formála
ritanna. Þetta táknmál er svo grundvöllur þeirra: ritinu er líkt við
spegil og það sem í þeim stendur á að birtast lesandanum í eins konar
‘spegilsýn’, sem gefur því vissa merkingu og jafnvel formgerð. Greini-
legt er, að hér er um skýrt afmarkaða bókmenntagrein að ræða; hafa
höfundar slíkra rita þekkt ‘spegla’ fyrirrennaranna og vitað um merk-
ingu spegiltáknmálsins.
Bæði titill Konungsskuggsjár og tilvísun formálans til spegiltákn-
málsins sýna að það er í þessu samhengi sem skoða ber norska ritið.
Eins og kunnugt er heitir Konungsskuggsjá ekki beint þessu norræna
nafni, heldur er titillinn fyrst gefinn á latínu (og ekki þýddur nema
þegar verið er að skýra hann nánar), og er hann Speculum regale. Fyr-
ir slíkum titli eru beinar hliðstæður í erlendum bókmenntum. í lok 12.
71 Sbr. athugasemd 37.
72 Wilhelm Berges, Die Furstenspiegel, bls. 342-343 og 355.