Gripla - 01.01.1990, Side 357
STAÐA KONUNGSSKUGGSJÁR
353
aldar samdi franski prédikarinn Radulphus Ardens mikla alfræðibók
um dyggðir og lesti, sem hann nefndi Speculum universale, og um
miðja 13. öld samdi Vincentius frá Beauvais alfræðiritið mikla Specul-
um maius, sem skiptist í þrjá sjálfstæða hluta: Speculum naturale,
Speculum doctrinale og Speculum historiale.73 Samhengið er augljóst
og vekur þá spurningu hvort það hafi ekki leitt til misskilnings á titlin-
um að túlka hann eins og hann væri ‘Speculum regis’.74 í formálanum
er síðan vísað til spegiltáknmálsins í setningunni: ‘hver er forvitnast vill
um góða siðu eður hæversku eður fögur og sannleg orðalög, þá má
hann þar finna og sjá í bókinni svo sem margar líkneskjur eður alls-
kyns smíðir sem í skírri skuggsjón’.75 Grunar mig reyndar að þessi
setning sé illskilj anleg nema í samhengi við táknmálið, sem verið er að
skírskota til.
Þannig held ég að fundinn sé sá erlendi bakgrunnur, sem geti varpað
Ijósi á Konungsskuggsjá, eðli hennar, efni og formgerð, og er augljóst
af því sem sagt hefur verið hvernig réttast er að haga þeirri rannsókn.
Það þarf sem sé að ganga út frá spegiltáknmálinu, og athuga hvert er
eðli og tilgangur spegilsýnarinnar og hvað það er sem hún birtir mönn-
um. Sú rannsókn leiðir nokkuð langt aftur í tímann, því að þetta tákn-
mál er arfur frá fornöldinni, það byggist á viðhorfum manna á þessum
tíma til spegilsins sjálfs, sem Grikkir og Rómverjar höfðu fengið frá
Forn-Egyptum, og þróaðist síðan á síðustu öldum Rómverska keis-
araveldisins. Síðan þarf að rannsaka örlög þessa táknmáls á miðöld-
73 Á þetta hefur oft verið bent (sbr. Anne Holtsmark: Kulturhistorisk leksikon IX,
66), en menn hafa þó aldrei stigið sporið til fulls og tengt Konungsskuggsjá við spegla
miðaldanna. Ástæðan er sú, að menn hafa aldrei gert greinarmun á þeim ritum, sem
báru í raun og veru titilinn spegill, og þeim kennslubókum í siðferði, sem fræðimenn á
síðari tímum hafa endilega viljað kalla ‘spegla’ án þess að fyrir því væri nokkur fótur í
heimildum. Einu ritin, sem er með réttu hægt að kalla ‘spegla’, eru þau sem báru þenn-
an titil frá hendi höfundarins.
74 Speculum regis þýðir einfaldlega ‘spegill konungsins’, en Speculum regale þýðir
hinn ‘konunglegi spegill’ og má túlka það á marga vegu. Til þess að skilja merkingu tit-
ilsins væri vafalaust gagnlegt að athuga fyrst hver er merking titlanna Speculum naturale,
Speculum doctrinale og Speculum historiale.
75 Konungs skuggsiá, bls. 2. Ég ætla ekki að taka neina afstöðu hér til þeirrar kenn-
ingar Ludvig Holm-Olsen, að hluti formálans sé seinni tíma viðbót (sbr. Holm-Olsen,
‘The Prologue to the King’s Mirror: Did the author of the work write it?’ í Speculum
norroenum, Óðinsvéum 1981, bls. 223-241), enda skiptir hún ekki máli í þessu sam-
bandi, þar sem þessi setning er í þeim hlutanum, sem Holm-Olsen telur upprunalegan
(sama stað, bls. 234).