Eimreiðin - 01.04.1926, Page 46
126
ÓSVNILEG TENGSL
EIMRE1Ð,pí
»himinsins her« á göngu sinni, hvað það sé, sem búi til ur
honum ýmist smærri sólkerfi með einni eða tveim sólum L
eða stærri sólhverfi með fjölmörgum sólum, eða jafnvel hei|a
vetrarbraut, þá fáum við aftur sama svarið, að það séu ósým'
leg orkutengsl, aðdrátturinn milli stjarnanna, hvers eðiis sem
hann annars er. Stundum er þó eins og orkutengsl þessi verð'
sýnileg og birtist okkur í norðurljósalogunum. En þá verður
okkur að hugsa líkt og skáldið:
Frá sjöunda himni að ránar rönd
stíga röðlarnir dans fyrir opnum tjöldum,
og ljóshafsins öldur með fjúhandi földum
falla og ólga við skuggaströnd.
Það er eins og leikið sé huldri hönd
hringspil með glitrandi sprotum og baugum. —
Nú mænir alt dauðlegt á lífsins lönd
frá lokuðum braufum, frá myrkum hauoum,
og hrímklettar stara við hljóðan mar
til himins með krystallsaugum.
Og nú ljósið sjálft? — Það flyzt á ósýnilegum öldum fra
hinum fjarstu stjörnum. Og um hvað ber það okkur boð? p _
tilkynnir okkur, hvort stjarnan sé að fjarlægjast okkur eða 113
lægjast. Og ef við flettum ljósgeislanum í sundur í litsjánni, kou13
huliðsrúnir í ljós í litrófinu svonefnda, stafrófi alheimsvíða
unnar. Með hinum ljósu eða dökku rákum, sem í því bina ’
tilkynnir það okkur, hvaða efni séu í stjörnu þeirri, sem l)°s
stafar frá, og í hvaða ástandi hún sé, sveipuð eldlegu Sul
hvolfi eða ekki. Alt þetta ber ljósgeislinn okkur boð um.
er boðberi himnanna; hann segir okkur, hvaða efni sé í hn°
unum, af því að þeir gera ýmist að sjúga í sig eða varpa
sér ljósgeislum þeim, er samsvara sveifluhraða þeirra. .
Þannig ríkir þá eitt og hið sama, orkan og orkutengsliu. 1 P
smæsta sem því stærsta, í frumögninni, frumþokunni og fullpr0
sólkerfum. Og öll helztu heimsöflin, rafmagn, segulmagn, l)oS
hiti, eru boðberar þessa allsherjarafls, þessarar alheimsorku, s
er, lifir og hrærist í öllum hlutum. En það dásamlegasta við °r'
þessa er það, að hún lýtur alstaðar sömu eða mjög svipu° ^
lögmálum. Frumögnin og sólkerfið eru bygð því ”
sama hætti, og rafmagn, segulmagn og Ijós lúta því nær
söm11'