Eimreiðin - 01.04.1926, Síða 49
eiMREIÐIN
ÓSÝNILEG TENGSL
129
Taugar okkar tilfinninga
titra jafnt af gleði og sorg;
orðin kæla eða stinga,
er þau koma í hugarborg.
Leikum mjúkt á mannlegt hjarta,
munum, að það finnur til,
munum, að það kann að kvarta,
ef klúrt er Ieikið orðaspil.
En hvernig stendur á þessu, munuð þið spyrja, hvernig
s*endur á því, að orðin gera þannig ýmist að særa menn eða
Sleðja? Jú, það hvílir einmitt á hinum andlegu tengslum,
flu9tengslunum sem svo eru nefnd.
Þegar ég nú tala til ykkar, þá heyrið þið í raun réttri ekki
annað en hljóð og hljóma. En þið rennið hugrenningum sjálfra
V^kar yfir í hljómana og hljóðin og Ieggið í þau líka merkingu
°9 sjálfur ég. En hvað er merking? Merkingin er ekki annað
en hugrenningar þær, er þið hafið vanist á að tengja við orðin
e^a við hluti og persónur í ykkar eigin huga í uppeldinu og í
Samneyti ykkar við aðra menn. En sjálft samneyti manna er
^nskonar víðvarpskerfi. Öll erum við hvert um sig einskonar
^varpsstöðvar, er sendum frá okkur ýmiskonar merki og tákn
11 annara manna. Og öll höfum við ýmiskonar viðtök í huga
°kkar, er taka við táknum þessum og túlka þau með hug-
renningatengslunum á nokkurn veginn réttan hátt, nema þegar
einhver misskilningur kemur upp á milli manna.
A þessum ósýnilegu andlegu tengslum hvílir nú alt félagslíf
j kar, alt þjóðlíf okkar, tunga okkar, arfsögn og saga bæði að
0fnu og nýju; á því hvílir öll þekking okkar og lærdómur, alt
ramtak okkar og samtök. Á því hvílir það, að við erum öll
öa 9etum orðið, ef því er að skifta, samþola, samhuga og
fnntaka, eða þá þvert á móti, hvert öðru fjandsamleg, sundur-
þVkk 0g óvinveitt.
Pyrir þetta andlega samneyti sín á milli geta menn nú
°fnað til allskonar félagsskapar og til víðtækrar samvinnu,
ar sem ein höndin styður aðra og þær allar í sameiningu
Vlaua þag Verk léttilega, sem fáum höndum eða einni hefði
r þungt eða jafnvel ofurefli. En í þessu andlega samneyti
atltla í milli getur líka ein höndin risið gegn annari og rifið
9