Eimreiðin - 01.04.1926, Qupperneq 60
140
LOFTFERÐ VFIR EYSTRASALT
eimreiðin
um), sem var bárótt eins og þakjárn. Bolnum er skift í þrent:
fremst er stjórnklefi, aftast flutningsrúm, en farþegaklefi 1
miðjunni, hinn vistlegasti og þægilegasti, þó lítill sé (sjá mynó
í síðasta hefti Eimr., bls. 54). Þegar ég kom inn í klefann,
voru þar tveir farþegar fyrir og sátu í aftursætunum.
settist í annan fremra stólinn, en hinn var auður, og lögðum
við þar yfirhafnir okkar og handtöskur.
Eg kastaði kveðju á farþegana, þýzkan kaupmann °S
sænska hjúkrunarkonu. Eg spurði þau bæði sömu spurningar:
hvort þau hefði fiogið fyrr. Bæði svöruðu neitandi. Við vorum
öll sömu byrjendur.
Að vörmu spori settust flugustjóri og vélamaður í sín sseti
í stjórnklefa, gangvélin var sett í hreifingu, skrúfan framan
á fór að snúast, og flugan Iét frá landi. Stinningskaldi var 3
vestan og sjóskíðin hjuggu illyrmislega á kröppum bárunum-
Við fórum í löngum sveig út á höfn — alt í einu var ems
og flugan lægi grafkyrr á lygnum sjó. Ég leit út um gluSS'
ann: við vorum uppi í loftinu!
Ég neyðist til að geta þess hér, að ég er allra manna
lofthræddastur. Ef ég lít fram af hamrabrún, eða þó
sé nema úr glugga á 3. eða 4. hæð í húsi, fæ ég óþolau 1
seyðingsverk í fæturna og upp eftir leggjunum. Mér þV^Jr
líklegt, að ég hafi hrapað úr fuglabjargi í einhverri fyrr‘ 1
veru, og komið standandi niður. Ég er líka ákaflega sjóveikur-
Svo að satt að segja hugði ég misjafnt til ferðalagsins °S
þótti margt geta orðið mér til óþæginda. En alt fór betur erl
við mátti búast. Þó að flugan svifi áfram í 500 metra hm
fann ég ekki til svima né lofthræðslu. Mér fanst hún
lágt og líða hægt, og var þó meðalhraðinn 120 km. (16 m' u
á klukkustund. Þegar ég hafði náð mér eftir mestu undrunm®
yfir að vera ekki lengur jarðbundinn, var fyrsta hugsun
þetta: svona er sjálfsagt að ferðast, svona hefur a/taf ve
sjálfsagt að ferðast.
Fyrst í stað var nóg að athuga. Útsýnið yfir Helsinð °r^
var ágætt, höfnina, Sveaborg, skerin út til hafs, vötn oð ^
inn til lands. En annars verður varla sagt með sanni, .
náttúrufegurð njóti sín úr loftinu. Myndin er líkari landa ,
en málverki. Því er heppilegt fyrir hvern þann, or