Eimreiðin - 01.10.1926, Qupperneq 26
298
SÁLARLÍF KONUNNAR
ÉIMREIÐIN
að fæða börn með harmkvælum, vaka yfir þeim á nóttunnL
á meðan þau eru lítil, og hafa áhyggjur af þeim alla æf,na
síðan. Barnið gerir móðurina ekki heilbrigðari eða ríkari og
veitir henni enga upphefð í lífinu. Það er síður en svo ^
mörg kona hafi nokkurn hag af því að yfirgefa hús foreldra
' sinna, þar sem hún oft hefur verið tignuð eins og drotninS>
tiljjþess að fylgja manni, sem oft og tíðum getur lítið veitt
henni af þeim þægindum, sem hún hefur áður notið. Hún hef'
ur engan hag í venjulegum skilningi af því að vitja sjúkra oS
bugga harmþrungna. Hún hefur engan hag af því að fylla hr*s
sitt með blómum, fuglum eða hundum, lifandi verum, sem hun
þarf að hafa áhyggjur af og hugsa um frá morgni til kvölds-
Ef | hlutirnir ■ eru skoðaðir frá jarðnesku hagsmunasjónarmið1’
Íiinu venjulega sjónarmiði karlmannsins, þá hagar Eva ser
nokkuð heimskulega, þegar hún eftir að hafa alið Kain, fleySir
sér fram fyrir Drottin og hrópar: »Guð hefur fyrirgefið nier-
Hann hefur gefið mér son, sem eg get helgað líf mitt«. (hler
•er orðamunur á íslenzku og latnesku biblíuþýðingunni). I raun
•og veru verður þessi sonur Evu til hinnar mestu sorgar, en
veitir henni litla gleði. Og þó talar Eva hér fyrir munn kyn'
systra sinna á öllum öldum, því að í fórninni og starfinu fVrir
barnið hefur konan fengið sinni dýpstu þrá fullnægt, og
stöðu sína til barnsins flytur hún svo yfir á öll önnur sam
bönd lífsins, sem hún tekur þátt í.
í sambandi við þessa elsku konunnar á öðrum lifandi ver.
um stendur innsýni hennar, sem bæði er á miklu hærra st'S1
en innsýni mannsins og snýst um aðra hluti. Þau takmör
sem karlmaðurinn setur sér, eru þannig vaxin, að tilraunirnar
að ná þeim verða fyrst og fremst til þess að styrkja vit hafl5
og hugsanalíf; innsýni hans er því bundið við þetta tven •
Takmark konunnar er að elska og vera elskuð. Engar skyj1
samlegar ihuganir geta hjálpað henni til þess að ná því ta
marki. Þar dugar ekkert annað en innsýni. Innsýni konunnar
gerir hana færa um að vita fyrirfram um afleiðingarnar
verknaði, sem ekki er búið að framkvæma, að vita um huSs
anir og tilfinningar annara, þótt þeir hafi á engan hátt la
þær í ljósi. Innsýni hennar er nokkurskonar sjötta skilningar