Eimreiðin - 01.10.1926, Side 28
300
SÁLARLÍF KONUNNAR
eimreiðiM
eru af innsýni, séu rétfar, og reynsla hennar er, að svo se.
Þetta gefur henni svo mikið sjálfstraust, að það fer oft oS
tíðum út í hinar mestu öfgar. Hún vill skapa allar aðrar kon-
ur í sinni mynd. Hún heldur sínum skoðunum, sínum starfs-
aðferðum að öllum öðrum konum, og vill ekki lofa þeim að
ganga sínar eigin götur. Af þessari ástæðu verður konan
miklu þröngsýnni og óumburðarlyndari við aðra menn en
karlmaðurinn. Þessi er ástæðan til þess, hve konur eiga erfitt
með að vinna saman og hvað þeim kemur oft illa saman a
heimili. Móðirin vill láta dótturina fylgja öllum þeim regluni>
sem hún hefur fylgt, tengdamóðirin vill gefa tengdadótturinni
allar sínar skoðanir og aðferðir til þess að lifa lífinu. I fe'
lögum þykjast allar konurnar vita bezt, hvað við á, en gæta
þess ekki, að sitt á við hvern, og hver konan verður að
fá að lifa og starfa, eins og andinn eða innsýnið innblss
henni.
Þetta sjálfstraust, sem að vísu getur farið út í slæmar öfgar»
er þó konunni nauðsynlegt. Hvernig ætti hún að ala upP
börnin sín, ef hún treysti því ekki, að hún væri allra manna
færust til þess að vita, hvers þau þyrftu með. Hvernig fær,»
ef hún hlypi eftir öllum ráðleggingum í meðferð ungbarnanna
og hefði við þau eina aðferðina í dag og aðra á morgun-
Hvernig ætti unga stúlkan, sem engu er vön, að þora að
taka að sér þá ábyrgð að stjórna heimili, ef hún hefði ekki
þetta sjálfstraust. Vafalaust gerir konan alls konar vitleysur •
þessum störfum sínum, en þó mun það sem betur fer rastast
hér oftar en hitt, að »kærleikurinn er jafnan greindastur*.
Til þess að vinna á móti þröngsýni og drotnunargirni kon-
unnar, er henni samlífið við manninn nauðsynlegt. Gifta kon-
an er vanalega ekki eins þröngsýn og sú ógifta, — og saiU'
skólar drengja og stúlkna hafa a síðari árum dregið mjög ur
þessum göllum hjá hinni uppvaxandi kynslóð kvenna.
Þörf konunnar á því að styðja sig við einhvern annan,
gerir það að verkum, að hún tekur meira tillit til dóma ann-
ara manna og almenningsálitsins, heldur en karlmaðurinn
gerir. Hér er ástæðan til hégómagirni konunnar, sem talin er
einn af aðalókostum hennar. Hún þráir að njóta lofs og a^'
dáunar þeirra, sem hún elskar og umgengst. Til þess að Öðl