Eimreiðin - 01.10.1926, Blaðsíða 33
ElMREIÐIN
SÁLARLÍF KONUNNAR
305
takklæti, en ekki peninga fyrir; þegar hún þarf hjálpar með,
lekur hún hiklaust á móti henni og borgar með þakklæti.
Konunni er oft borin á brýn löngun til þess að berast
á í klæðaburði. Sú löngun og sú mikla áherzla, sem konan
leggur á fötin, verður skiljanleg út frá því, sem sagt
hefur verið hér að framan. Það er ekki eingöngu hégóma-
girnd konunnar og lön.gun hennar til þess að bera af öðrum
konum, sem hér liggur til grundvallar. Hér við bætist það,
hve mjög hún hugsar um dóma annara manna, svo að hún
bykist hafa skyldu til þess að klæða sig, eins og stétt hennar
°g staða útheimtir, eða ef til vill heldur betur. Annars hætta
flestar konur að hugsa um útlit sitt og klæðaburð, þegar um-
hverfi þeirra heimtar það ekki lengur af þeim. Margar ungar
stúlkur, sem ekki sýnast hafa hugsað um annað en klæðnað
sinn, hætta því gersamlega, þegar þær eignast mann og börn,
svo framarlega sem maðurinn lætur sig það litlu skifta hvernig
t>ær klæða sig. Aftur á móti fer mörg konan, sem aldrei hefur
hugsað um föt eða skartgripi, að leggja mikla áherslu á að
klæða sig vel, ef hún verður ástfangin í manni, sem gerir þá
^röfu til hennar.
Sökum hins auðuga tilfinningalífs og ríka innsýnis eru kon-
urnar hver annari ólíkar. Þær hafa hver um sig sitt sérstaka
lundarfar og afstöðu til lífsins, eftir því hvernig þetta tvent
hagar sér í sálarlífi þeirra. Karlmennirnir, sem láta stjórnast
af röksemdaleiðslu og útreikningi, haga sér miklu líkara hver
öðrum undir sömu skilyrðum. Konan er sér meðvitandi um
betta séreðli sitt og hún reynir að þroska það alla æfina. I sam-
ræmi við það býr hún sér til hugsjón eða fyrirmynd, sem hún
reynir að líkjast, því hún er alt af sannfærð um, að hennar
sérstöku einkenni séu göfug og góð. Konan verður margsinnis
til athlægis fyrir það, hve mikið hún leggur á sig til að við-
halda fegurð sinni og klæða sig eftir þeirri fyrirmynd, sem
hún hefur sett sér, ef hugsjónir hennar og séreinkenni liggja
3 því sviði. Hinu gleyma menn venjulega, hvað konan getur
Jagt á sig til þess að ná ýmsum dygðum, er hún viðurkennir
sem eftirsóknarverðar. Karlmennirnir hafa ekki hugmynd um
3lla þá fjársjóði af þolinmæði, hugviti og sjálfsafneitun, sem