Eimreiðin - 01.10.1926, Page 34
306
SÁLARLÍF KONUNNAR
EIMREIÐl^
koma fram hjá konunni, þegar hún er að reyna að ná þeirn
siðferðilegu fyrirmynd, sem hún hefur sett sér.
Af því nú að konan hefur svona ákveðið einstaklingseðli>
sem hún leggur svo mikið á sig til að þroska, er henni það
miklu nauðsynlegra en manninum, að þeir, sem hún elskar o8
umgengst, skilji og meti þetta einstaklingseðli hennar. í5111
þroskaðri sem konan er, því meira þráir hún þennan skilninS-
Engin kona þolir að kannast við það, að maður hennar hafi
gifst henni vegna ættar hennar, auðæfa, eða jafnvel vegna
dugnaðar hennar eða frægðar. Hún heimtar, að hún sé elskuð
vegna sjálfrar sín, vegna þess sem hún sjálf finnur að eru
séreinkenni hennar. Konan er ekki hrædd við dauðann, hun
er ekki hrædd við þjáningar og fórnir, en hún er hrædd við
að deyja, án þess að hafa notið samúðar og skilnings þeirra-
sem hún elskar. Það er því miður einmitt þessi skilningur<
sem maðurinn á svo erfitt með að láta í té, en án hans finst
konunni lífið ekki þess vert að því sé lifað.
En sannleikurinn er nú sá, að það er enginn hægðarleikui"
fyrir manninn að skilja konuna. Hún starfar í kyrþey, gefui"
og leggur í sölurnar, hún reynir til þess að þroska sjálfa sig
og ná þeirri fyrirmynd, sem hún hefur sett sér. En hún ætlast
til að maðurinn taki eftir öllu þessu og meti það, án þess aö
hún þurfi að vera að benda honum á það. Maðurinn aftur a
móti hugsar um sjálfan sig og störf sín; hann tekur naumast
eftir athöfnum konunnar. Auk þess vantar hann innsýni til
þess að sjá og skilja, það sem ekki er hægt að þreifa a-
Konan getur ekki útskýrt fýrir honum sálarlíf sitt, það fyndist
henni vera sama og reita blöðin af blóminu, til þess að skill3
það betur á þann hátt. Hún áttar sig ekki á því, að maður-
inn skilur ekki hálfkveðna vísu, eins og hún, eða hugsanir og
tilfinningar, sem aldrei hafa verið íklæddar orðum.
En ekkert er tilgangslaust. Einmitt það, hvað konan er
leyndardómsfull vera í augum mannsins, dregur hann mest að
henni. Hann getur aldrei áttað sig á henni. Altaf koma fi"311]
hjá henni hliðar, sem hann botnar ekkert í. Hún er altaf nli
fyrir hann og þess vegna verður hann ekki leiður á henm-
Af þessari ástæðu kemst maðurinn undir sterkari áhrif fra
konunni en ella mundi. Þó staða konunnar sé sú, að vera