Eimreiðin - 01.10.1926, Síða 40
312
SÁLARLÍF KONUNNAR
EIMRElÐl^
miklu eldri en á meðal kvenna. Karlmenn hafa fyrir lönðu
haft með sér félög, bæði til þess að skemta sér og til þesS
að gæta hagsmuna stéttar sinnar og sjálfra sín. Þeir hafa vis*
indafélög, allskonar íþróttafélög o. s. frv. En að hverju hafa
nú kvenfélögin snúið sér? Upprunalega að vísu mörg að þv|
að gæta hagsmuna kvenþjóðarinnar og heimta aukin réttindi
fyrir hennar hönd. En aðgætandi er það, að þær konur, sem
mest hafa barist á þessu sviði, hafa ekki fyrst og fremst Sert
það vegna sjálfra sín, heldur vegna annara kynsystra sinnar
sem voru ver settar en sjálfar þær, t. d. aðalskonur fyrir kon-
ur í lægri stéttunum. En aðalverkefni konunnar í félagsmál'
um hefur verið hjálparstarfsemi í einhverja átt.
Hér á landi hefur félagsstarfsemi kvenna færst mjög í vöxt
á síðari árum, svo að kvenfélög eru nú orðin víðsvegar um att
land. Auk kvenréttindafélags og verkakvennafélaga í kaupstöð-
um eru hér aðallega þrjár tegundir kvenfélaga: heimilisiðnað-
arfélög, góðgerðafélög og hjúkrunarfélög. Með hinni miklu
starfsþörf konunnar og elsku hennar á þeim hlutum, sem hun
hefur í kringum sig, er það eðlilegt, að hún hafi tekið ser
fyrir hendur að reisa við og viðhalda heimilisiðnaðinum, er
það í fullu samræmi við skilning Gínu Lombroso á kvensál-
inni. En sérstaklega hefur fórnarþrá íslenzku konunnar fengið
útrás í góðgerðafélögunum og hjúkrunarfélögunum. Það er
líka eftirtektarvert, að til minningar um fengin réttindi tóku
íslenzkar konur höndum saman til þess að safna fé til Iands-
spítala, sem var þjóðþrifamál, en ekkert sérstakt málefni kon-
unnar. Sömuleiðis áttu norðlenzkar konur frumkvæðið að fjár-
söfnun til »Heilsuhælis Norðurlands«. Mér sýnist því, að kven-
eðlið, eins og Gína Lombroso lýsir því, hafi ekki afneitað ser
í félagsstarfsemi íslenzkra kvenna.
Er vér nú snúum oss til annara landa, verður hið sama
uppi á teningunum. Alstaðar er félagsstarfsemi kvenna ein-
hverskonar hjálparstarfsemi fyrst og fremst. En eftir því sem
félagslíf þeirra þroskast, velja þær sér stærri og stærri verk-
efni. Nú er svo langt komið, að konur halda með sér heims-
þing, til þess að ræða áhugamál sín. Og þau mál, sem þar
eru aðallega til umræðu, eru alheimsmannúðarmál, sem vafa-
laust verður bezt ráðið til lykta á þeim grundvelli, að sem