Eimreiðin - 01.10.1926, Qupperneq 42
314
FISKIRÓÐUR
EIMREIÐlN
sagði Lýður Þórðarson. >Ekki held eg að það sé nú til a^
drepa sig fyrir þorskinn, þó hann sé góður«, sagði Olafur
stóri. — Því var ekki anzað. »Maður fær víst að standa >
andskotans vomum fram eftir deginum núna«, sagði Gvendur
frá Flókastöðum. »Það er víst bezt að fara að fá sér bita<-
sagði Bensi frá Langholti, og skrínuskröltið gaf til kynna, að
því ráði hafði verið hlýtt.
Þegar allir voru klæddir og iokið morgunmáltíð, var eins
og yfir öllu væri einhver óró, enginn hafði eirð á neinu, ekk-
ert varð úr samræðum, menn gengu þegjandi út og inn, 1‘tu
hornauga til skinnklæðanna svo sem til að sannfærast um, a^
þau væru í lagi og á sínum stað; auðséð var að flestum lel^
óþægilega, hvort sem þeir vildu kannast við það fyrir sjálfum
sér eða ekki. Eitthvert undarlegt sambland af kappi og kvíða>
hugsun um ávinning eða tjón, hvíld eða erfiði var að brjótast
um í hugum okkar; við stóðum í vomum, enginn vildi seð!a
neitt; ef maður taldi í og illa fór, hvað þá? Og ef maður
taldi úr, víst brigzl um hugleysi. Nú kom þetta ekki til —
treystu formanninum, en hann var líka í vomum, fór ekki >
smiðju, sem annars var vandi hans í frátökum, því hann uar
járnsmiður góður og smíðaði m. a. mikið af önglum, senl
voru mjög eftirsóttir á Suðurnesjum. Eg tók eftir því, a^
hann átti nokkuð oft erindi upp í húsagarð, en þaðan saS*
bezt til sjós og vinda, og þegar fór að líða að dagmálum-
heyrði eg að hann var farinn að raula fyrir munni sér þessa
vísu úr Númarímum:
Viljir hraöa þú um það
þóftu-naði að búa,
kalla ég glaður kífi að
Kúresstaðarbúa.
Nokkuru síðar kom hann inn í skálann og sagði: »Farið '
drengir!* og bætti við: »Eg held við verðum að sóðast það-*
Þetta voru þau töfraorð, er sópuðu burt öllum vomum a
augnabliki. Sérhver þreif sín skinnklæði, og að vörmu sporl
vóru allir skinnklæddir frá hvirfli til ilja og komnir á leið h
skips.
Setningurinn gekk vel, síðan árað og snúið við í vörinm
og róið út að sundinu. Þegar út að því var komið, stóð for'