Eimreiðin - 01.10.1926, Qupperneq 59
Eimreiðin
DEINAGRINDIN
331
® sjálfa mig, var mér oft þungt í skapi, og andvörp liðu upp
frá hjarta mínu, sem líktust kveininu í kvöldblænum.
En frá þessari stundu var ég aldrei ein. Þegar ég var á
9angi, horfði ég tii jarðar, virti fyrir mér fótaburð minn og
hugsaði um, hvað lækninum hefði fundist, ef hann hefði verið
viðstaddur og horft á mig. Um miðdegið varð sólarhitinn oft
óþolandi. En alt var kyrt og hljótt nema ef ein og ein gleða
flaug einhversstaðar í fjarlægð og rauf þögnina með gargi
s>nu. Fyrir utan garðinn okkar gekk götusalinn framhjá og
in'ópaði hljómskærri röddu: sArmhringir og öklahringir til
sölu! Öklahringir úr kristalli til sölu!« Þá var ég vön að breiða
rr'jallhvítt klæði á jörðina, leggjast á það og hvíla höfuðið á
^andiegg mér. Hinn handlegginn lét ég hvíla á klæðinu og
9erði mér í hugarlund, að einhver hefði komið auga á þessar
^iúklegu stellingar, að einhver tæki hönd mína í báðar sínar,
t>rýsti kossi á rósrauðan lófann og gengi svo burt hægt og
hljóðlega. — En ef ég léti nú sögunaenda hér? Hvernigfæriþað?«
»Það væri enganveginn slæmur endir«, svaraði ég og varð
hugsi. »Að vísu væri hann nokkuð snubbóttur, en ég gæti
Vel varið því, sem eftir er af nóttunni, til þess að auka við
fi'ðurlagið*.
*En það mundi gera söguna of hátíðlega. Hvar ætti glettnin
að byrja? Hvað yrði um beinagrindina með glottandi skoltana?
Ég ætla því að halda áfram. Undir eins og læknirinn hafði
*engið dálítið að gera leigði hann sér herbergi á neðstu hæð
’ húsi okkar, þar sem hann tók á móti sjúklingum sínum. Ég
sPurði hann þá stundum í gamni um hve mikið þyrfti af einu
e^a öðru meðali eða eitri til þess að drepa mann. Hann
leysti fúslega úr spurningum mínum og gat orðið mælskur,
^e9ar þetta umræðuefni bar á góma, svo eg varð ýmislegs
askynja um dauðann. Loks varð ást og dauði hið eina sem
fylti hug minn. Og nú er saga mín brátt á enda —«.
*Nóttin er líka brátt á enda«, tautaði ég.
Ég fór að veita því eftirtekt, að læknirinn var orðinn und-
arlega utan við sig, og það var eins og hann blygðaðist sín
^Vrir eitthvað, sem hann væri að reyna að dylja fyrir mér.
Dag nokkurn kom hann inn prúðbúinn og fékk lánaðan vagn
^róður míns, til þess að aka eitthvað út um kvöldið.