Eimreiðin - 01.10.1926, Qupperneq 84
356
LÆKNINGAUNDRIN í LOURDES
EIMREIÐiN
Hvernig stendur nú á því, að undrin í Lourdes skuli geta
átt sér stað? Flestir, sem til Lourdes hafa komið, munu hafa
orðið varir við holl, sálræn áhrif, þó að ekki fái nærri alhr
sjúklingar þar bót líkamlegra meina. Hér stöndum vér sem
oftar frammi fyrir leyndardómi, sem vafalaust á enn langt í land
með að verða skýrður til fulls. En ef nokkuð getur skýrt
undrin í Lourdes og önnur lík fyririrbrigði, er leiðin sú að
skoða þau í ljósi sálarrannsókna vorra daga. Guðfræðin, eins
og hún hefur verið kend til skamms tíma við háskólana, g3*
ekki skýrt dulræn fyririrbrigði ritningarinnar. Hún leiddi þan
að mestu hjá sér. Eg geri ráð fyrir, að guðfræðiprófessorun-
um við lútherska háskóla um aldamótin síðustu hafi gengið
álíka illa að trúa fregnunum frá Lourdes eins og t. d. dr. ]°'
hannesi Weisz gengur að sætta sig við, að kraftaverkasögur
Krists geti verið rétt hermdar í guðspjöllunum.1) Læknisfrasð'
in hefur alt til þessa varla viljað virða nokkur lækningaundur
viðlits. Hún er nú á ekki ósvipuðum vegamótum og guðfrseð-
in var fyrir nokkrum árum. Læknisfræðin viðurkennir harla
lítið ennþá hinar mörgu kraftaverkasögur nútímans á sviði
lækninganna, en hún er að verða í vandræðum með þær- En
í augum þess manns, sem með athugunum á dularfullum fyrir'
brigðum hefur sannfærst um framhaldstilveru einstaklingsins
og sambýli heimanna, eru undrin í Lourdes ein sönnunin
mörgum fyrir veruleik hins ósýnilega heims. Til þess að su
máttuga vera — eða verur — sem leiða þessa hreyfingu, fal
komið fyrirætlunum sínum fram í efninu verður trúar og bæn-
arþelið að vera fyrir hendi hjá þeim, sem njóta eiga ákrifanna
af þeim fyrirætlunum.
Franski læknirinn, Alexis Carrel, sem frægastur er fyrir h^'
fræðilegar tilraunir sínar með flutning á lifandi vefum, hefur
rannsakað undrin í Lourdes með mikilli nákvæmni. Eins
fleiri hefur hann veitt því eftirtekt, hve andrúmsloftið í Lour
des er þrungið af trúar- og bænarþeli. Þegar þetta bænarpe
eykst, aukast og lækningarnar, þegar úr því dregur, dregur
úr lækningunum. Hann heldur að eitthvert lífgefandi afl se
1) Sjá Die Schriften des Neuen Testaments. Herausgegeben 10
Johannes Weisz, I. Band. Göttingen 1907.