Eimreiðin - 01.10.1926, Síða 85
eimreiðin
LÆKNINGAUNDRIN í LOURDES
357
nánu sambandi við þessi sterku trúar- og bænaráhrif, sem hafi
líkamleg áhrif á fólkið. Hann hefur skýrt frá eftirfarandi dæmi:
Eitt sinn er hið heilaga altarissakramenti var borið um í skrúð-
Söngu, eins og vant er að gera á hverjum degi í Lourdes,
hélt konan hans, sem er læknir eins og hann, á tveggja ára
Sömlu barni, sem hafði verið blint frá móðurlífi. Þegar skrúð-
Sangan nálgaðist hana, tóku tárin að streyma úr augum barns-
■ns, og þegar skrúðgangan var komin fram hjá, voru augu
þess opin og sjáandi. Konan gekk strax úr skugga um hið
síðara með því að veifa hálsfesti sinni fyrir framan ásjónu
barnsins. Það greip þegar eftir festinni, en þar sem það hafði
aldrei Iært að meta fjarlægðir rúmsins, misti það festarinnar
lengi vel. En að skrúðgöngunni lokinni kendi frú Carrel svo
ftiikillar þreytu og máttleysis, að hún gat varla á fótum staðið.
Qat hún enga eðlilega grein gert sér fyrir þessari óvæntu
breytu. Kenningin um þenna kraft er öllum kunn, sem tekið
kafa þátt í sambandsfundum. í kraftaverkasögum guðspjall-
anna rekur maður sig oft á það, að trú sjúklingsins og þeirra,
sem viðstaddir voru, hafi verið nauðsynlegur þáttur í því, að
lækningin yrði fullkomin. Og jafnvel þótt sjúklingar hafi oft
komið til Lourdes vitatrúlausir, hefur lrúin komið þar í sömu
andránni eða áður en lækningin gerðist, eins og var t. d. um
Gabríel Gargam, sem sagt er frá hér að framan.
Ég geri ráð fyrir, að öllum nægi ekki þær skýringar á
bessu máli, sem hér hefur stuttlega verið bent á. Ég get meira
að segja hugsað mér, að til séu þeir menn, sem ekki geta trúað
Því, að nokkur undur hafi gerst í Lourdes. Þeir um það. Ég er
sannfærður um, að þau hafi gerst, meðal annars af því, að svipuð
Wrirbrigði hafa gerst annarsstaðar og það enda hér heima á
íslandi, þótt í margfalt smærri stíl sé. Ég efast ekki um, að
niargt sé enn þá óskýrt í málinu. Þörfin á rannsókn dular-
hdlra fyrirbrigða er mikil eins og áður. Þó geta sumir ekki
felt sig við þá tilhugsun, að sálræn, dularfull fyrirbrigði séu
tekin til raunhæfrar rannsóknar, þó að öll vísindaleg starfsemi
sé í því fólgin fyrst og fremst að rannsaka dularfull fyrir-
brigði. Öðrum finst þessi rannsókn veikja kristindóminn og
^raga úr gildi hans. Þeir gleyma því, að Kristur hefur sjálfur
hvatt oss til að leita og knýja á. Sumum finst jafnvel sálar-