Eimreiðin - 01.10.1926, Blaðsíða 86
358
LÆKNINGAUNDRIN í LOURDES
EIMREIÐIN
rannsóknirnar spilla bókmentunum. Það er ekki langt síðan
ég átti tal við mentamann einn, sem kvartaði undan því, a^
fyrirburðasögur mistu bókmentagildi sitt og æfintýrablæ, þegar
tekið væri að skrásetja þær eftir ströngum reglum til að úti*
loka missagnir, og heimfæra síðan undir kenningar anda-
hyggjumanna, líkt og gert væri um fyrirburðasögurnar í tíma-
ritinu »Morgni«. Frá ströngu bókmentalegu sjónarmiði kann
eitthvað að vera hæft í þessu. Það er hægt fyrir Iistfengan
mann að gera bókmentalega perlu úr fyrirburðasögu, með
því að skálda utan um sannsögulega kjarnann, gefa ímynd'
unaraflinu lausan tauminn og semja söguna á fögru og kt-
auðgu máli. Á líkan hátt hafa margar þjóðsögur vorar mótast
í meðferð fólksins og síðan verið skráðar af hæfum mönnúm-
En er ekki samt sem áður ástæða til að fagna yfir því, ef nu
skyldi vera orðið unt að skýra margar hinar svonefndu fyrn-'
burðasögur og heimfæra þær undir meira og minna þeÞt
lögmál? Vart geta bókmentirnar tapað á því, að mannkynið
færist áfram á þekkingarbrautinni. jafnvel þó að svo vsrii
hlyti bókmentasmekkurinn að rýma fyrir mannlegri reynslu-
En varla getur þessi framför skaðað bókmentirnar að ráði-
Þegar litsjáin fanst og sýnt var fram á eðli og ásigkomulaS
regnbogans, kvörtuðu sum skáldin undan því, að þessi ny>
skilningur á regnboganum yrði til þess að kasta rýrð á fegurð
hans. Auðvitað voru þetta skáldagrillur. Regnboginn er jatn'
fagur í augum vorum eins og hann var í augum Ásatruar-
manna, sem héldu hann vera brú fyrir goðin, milli jarðar oð
himins, en þektu ekki hið rétta eðli hans. Eins mun reynast
um gildi fyrirburðasögunnar. Sálarrannsóknirnar eru að opna
oss nýtt æfintýraland, miklu víðáttumeira og dásamlegra on
alla álfheima þjóðsagnanna, — æfintýraland með óendanleðrl
fjölbreytni og takmarkalausri fegurð.
Sveinn Sigurðsson.
Fyrir þá, sem vildu kynna sér undrin í Lourdes nánar, skulu nefndar
hér nokkrar bækur um þau:
]ean Baptisle Estrade: Les Apparitions de Lourdes. Souvenirs intimeS
d’un témoin (Lourdes 1909).
Dr. Dozous: La Grotte de Lourdes, sa fontaine, ses guerisons.
Dr. Boissarie: Lourdes (Paris 1894).