Eimreiðin - 01.10.1926, Page 114
386
RITSjA
EIMRElÐIfí
fornrit alla 16. öld, og mun hafa staðið svo fram undir 1640. En Þ“
bregður við, og taha uppskriftirnar stórum að færast í vöxt. Þrjár höfuö'
kvíslir má greina í upphafi, og er óvíst, hvort til eru neinar uppskrifl'r
að ráði utan þeirra, fyrir miðja öldina. Ein er tengd við Hóla og na-
grenni þeirra, og lenda þar þær sögubækur, er Þorlákur biskup lét ritór
stundum á skinn til að halda uppi fornum sið, og uppskriftir Björns a
Skarðsá. Önnur kvíslin kemur upp kringum Skálholt, þegar Brynjólfur
Sveinsson er orðinn biskup þar, og munar þar ekki Iítið um öll handa-
verk síra Jóns Erlendssonar. Hin þriða sprettur upp vestur í Dýrafirö'»
hjá Jóni Gizurarsyni, hálfbróður Brynjólfs biskups, óskólagengnum manm
að vfsu, en þó hafði hann framazt í Þýzkalandi, og var elja hans óbilandi
að skrifa upp al!s konar rit, ekki sízt fornsögur.
Lengra skal nú ekki rakið, en að eins endurtekin þessi fjögur höfuð-
atriði: 1. Sagnaritun er engin á íslandi fyrir og um siðaskifti og harla
fátt um uppskriftir fornrita. 2. Hvorttveggja þetta glæðist mjög skömmu
fyrir 1600 og á fyrra helmingi 17. aldar. 3. Tiltölulega fáir menn höfðu
þar forustuna á hendi og höfðu þeir mentazt erlendis. 4. í grannlöndum
íslands var einmitt um þessar mundir mikill vöxtur í stundun forna frsða,
og þjóðir keptust um að eignast sögur sínar sem bezt og vandlegast rit
aðar. Að svo vöxnu máli virðist eigi unt að bera á það brigður, að er
lend áhrif hafa ýtt við íslendingum á þessu sviði. Það þarf skýringar við,
að menn tóku að sinna sögufróðleik handritanna meira en fyr. Það Þar^
skýringar við, að gamlir menn, sem mundu söguleg tíðindi, voru ekki !átmr
taka minningarnar með sér í gröfina, eins og forfeður þeirra höfðu gerl UI11
langan aldur. Það er satt, að frásagnarstíll þeirra síra Jóns Egilssonar
Björns á Skarðsá er mjög innlendur, og síra Jón virðist yfirleitt Iítf háðuf
bóklegum fyrirmyndum, heldur skrifa eins og hann sagði frá. En hvoruS11^
hefði látið neitt sagnarit eftir sig, ef biskuparnir hefði eigi örvað Þa
starfa, og hætt er við að biskuparnir hefði Iátið það ógert, ef andi frsði^
menskunnar hefði eigi legið í loftinu úti um heim. Það liggur nærri a
nefna dæmi frá 19. öld. Allir vita, að Grimmsbræður voru forgöngumen
um söfnun þjóðsagna, og viðbúið er, að enn væri þorri íslenzkra þí°^
sagna óbókfestur, ef eigi hefði verið erlend fordæmi eftir að fara-
þjóðsögurnar eru jafníslenzkar fyrir því og jafnþjóðlega sagðar. Eyr ^
myndirnar leiddu ekki til stælinga, heldur komu þær mönnum til að S
betur gaum að því, sem þeir áttu sjálfir. ^ f
Það hefur farið svo um þenna ritdóm sem marga aðra, að helzt 1
verið fjölyrt um það, sem ágreiningi veldur. Ritdómarinn eyðir oft nia ®