Eimreiðin - 01.10.1926, Qupperneq 118
390 RITSJÁ eimreiðin
Það er víst ekki ætlazt til að fyrri samstafa þess orðs sé borin fram eins
og í sögninni gæla.
Blommenholm við Osló fyrst í nóv. 1926.
Jón Helgason.
STUÐLAMÁL. Vísnasafn eftir fjórtán alþýðuskáld með myndum-
Mavgeir Jónsson hefur safnað og búið undir prentun. Akureyri. Bóka-
verzlun Þorsteins Jónssonar. Prentsmiðja Björns Jónssonar. MCMXXV-
Safnandi „Stuðlamála" hefur tekist á hendur þarft verk, og munu
margir taka safninu með feginleik, því að þar er mikið af góðum kveð-
skap og sumar vísur eru þar ágætar. En vel hefði mér þótt, ef safnandi
hefði verið enn þá vandlátari, þar eð þetta skal vera úrvalssafn oS
, <
skáldum og hagyrðingum til fyrirmyndar. I því hefðu einungis átt ao
vera góðar vísur.
Vísur eru því að eins góðar, að hugsunin, sem I þeim felst sé snild'
arlega sögð — og að þær séu á góðu máli og vel rímaðar. Rímið þart
ekki að vera dýrt til þess að vísan sé góð, en liðugt og hljómfaSurt
verður það að vera. En margar vísur í safni þessu uppfylla ekki öll
þessi skilyrði. Hvað hefur nú t. d. þessi sléttubandavísa sér til ágaetis
annað en rímið:
„Greiðist tíðin, viljum vér,
veiðar síðar fáist.
Sneiðist kvíði hölda hér,
heiði og blíða náist". . .?
Eða hvaða gildi hefur þessi hringhenda, sem er einkis verð að efni "'
og auk þess ekki gallalaust rímuð (sjá 3. vísuorðið);
„Austrið blátt er orðið þvi —
enda brátt mun glíman.
Vesturátt er eygló I
undir háttatímann". . .?
Tízkuvísur ísleifs Gíslasonar geta verið til skemtunar eins og hver1
annað nýstárlegt, sem menn sjá eða heyra, en bókmentagildi hafa Þ®
ekki, og var því ekki rétt að taka þær I svona safn. Væri sízt æskilsS1’
að hagyrðingar tækju sér þær til fyrirmyndar og kveðin væru hundru
eða þúsundir sllkra vísna.
Um leið og ég þakka safnanda áhuga hans um söfnun og útgáfu a
þýðuvlsna, vil ég beina til hans þeirri ósk, að hann sýni hið mes
vandlæti, þá er hann velur I „Stuðlamál" II. Æskilegt væri, að útge