Eimreiðin - 01.10.1926, Síða 124
396
RITSJÁ
EIMREIÐIN
Islendinga. Það er grein Eggerls Jóhannssonar: Aftur 03 fram, hug-
leiðingar um Nyja-ísland. Skáldskapurinn i heftinu er nokkuð misjafn að
gæðum. Af bundnu máli er kvæði Stephans Q. Stephanssonar Skjálf'
hendan einna líklegast til að hljóta vinsældir almennings. Guðmundur
Friðjónsson á þarna einnig kjarnyrt og formsterkt kvæði: Heilsað vest-
urfara. Svarti stóllinn, sjónleikur í einum þætti, eftir Jóhannes P. Páls'
son, er góð nútíðarmynd í „'expressionistiskum“ anda og sýnir, að höf-
hefur næman skilning á dramatiskum skáldskap, en samtölin í leiknum
eru sumstaðar óeðlileg og málið ekki vel íslenzkulegt.
Það sem mér finst aðallega að þessum árgangi tímaritsins sem heild
■er það, að oflítið er þar skýrt frá löndum vestra. Þyrfti að vera í riti e,ns
og þessu árlegt yfirlit þess helzta sem gerist meðal þeirra, svo sem um
afkomu þeirra, starfsemi og afskifti af opinberum málum og þá einkum
um það, sem þeir gera Íslendingum og íslenzku þjóðerni til vegsauka
■og sæmdar. Þetta mundi og auka áhuga manna hér heima fyrir því
aerast áskrifendur að ritinu, en eins og stendur eru þeir of fáir.
Sv. S.
Eimreiðin stækkar.
Með þessu hefti stækkar Eimreiðin upp í 25 arkir eða 400 bls. á art-
Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að hún geti stækkað enn meif3,
Askriftargjaldið helst þó óbreytt 10 kr. árgangurinn (erlendis kr. ll-O^)
■eins og áður. — Nýir kaupendur að XXXIII. árg. (1927) ættu að
-sig fram fyrir febrúarlok nk., svo að þeir fái 1. hefti næsta árgauS5
jafnsnemma og eldri kaupendur.
Athugið vel þetta kostaboð!
Allir þeir, sem litvega minst 5 nýja kaupendur að Eimreiðinni
og senda áskriftargjöld þeirra með pöntun, fá að verðlaunum 20 króna
virði í bókum, innlendum eða útlendum, eftir eigin vali. — Afsre'^s'3
Eimreiðarinnar sér um útvegun bókanna og sendir þær síðan hlutaðe'S
endum tafarlaust. Sé um 10 nýja kaupendur að ræða tvöfaldast verð
launin, sé um 15 nýja kaupendur að ræða þrefaldast þau, o. s. frv.
Með póntun fylgi nöfn og heimilisfang hinna nýju kaupenda, sV°
heiti þeirra bóka, sem óskað er eftir að verðlaunum.