Eimreiðin - 01.04.1928, Blaðsíða 25
eimreiðin
KAIRO-FOR
121
Rétt fyrir austan þetta musteri er annað musteri, mjög
íræ2t. Það er nefnt eftir Mohamed Ali, þeim sem grund-
vallaði hið nýja egyfzka ríki í byrjun síðustu aldar. Þetta
musteri er mjög skrautlegt, bæði utan og innan, og vel hirt,
enda ekki ýkja gamalt; það er bygt á fyrra helmingi síðustu
aldar. Margar háar hvelfingar prýða stórhýsi þetta, en þekt-
Fvá Egyftalandi. Kheopspýramídinn í fjavsýn..
as* er það vegna tveggja turna, sem á því eru, afar háir og
Sfannir eins og möstur og þekkjast úr mikilli fjarlægð, enda
sfendur musterið hátt, á gömlum vígkastala á hæð í austur-
borgarinnar. Útsýnið er ógleymanlegt úr musteri þessu;
est vestur yfir alla borgina, með þeim aragrúa af musteristurn-
ani og hvelfingum, sem þar eru. En fram með vesturjaðrinum á
0rginni liðar sig áin Níl, lífæð Egyftalands, og nokkru vestar
er v'ð himin eitt af sjö furðuverkum heimsins, Kheopspýra-
^'dinn, ásamt hinum Gizeh-pýramídunum, — ólíkir öllu öðru,
Sem til er í heiminum.
Úassan fór með okkur í fleiri musteri, en þessi tvö ofan-
nefndu eru merkilegust þeirra allra.
^ sama leiðangrinum fórum við að skoða kalífagrafirnar