Eimreiðin - 01.04.1928, Qupperneq 48
144
HLUTVERK KIRKJUNNAR
EIMREIÐIN
Þeir dæma þær, eins og fyllilega er réttmætt, eftir þeim opin-
beru trúarjátningum, sem enn eru í gildi. Þeim kann að falla
vel við einstaka prest, sem er vaxinn upp úr trúarjátningunni
sinni, en þeir tortryggja kirkjuna, sem hann tilheyrir. Menn
minnast þess vart, að kirkjan hafi tekið opnum örmum nokk-
uru því, er mikilvægt hefur verið í vísindunum. Bók Andre^
D. White Warfare between Science and Theology (þ. e. barátt-
an milli vísinda og guðfræði) er enn þann dag í dag ákaf-
lega lærdómsrík í þeim efnum. Alt frá dögum Copernicusar
og Galilei og fram á þennan dag hefur hin löghelgaða kirUja
óttast sérhverja vísindalega uppgötvun, eins og eitthvað það>
er gæti reynst hættulegt hinni gömlu viðurkenning hennar a
sannleikanum. Vísindamennirnir hafa rekið sig á þessa fjand-
samlegu afstöðu gagnvart árangrinum af æfistarfi þeirra, °9
þeir hafa goldið í sömu mynt.
Menn kynnu að bera fram þá spurningu, hvers vegna kirkj'
an sé svo treg til að víkja frá hinni alda gömlu íhaldsserni
sinni og gerast framsýnni í starfsemi sinni. Þetta er Þvl
merkilegra, þegar þess er gætt, að fjöldi kirkjunnar manna,
sem afturhaldssamastir hafa verið í trúarefnum, eru mjög frjál5'
lyndir í öðrum efnum. Mér hefur alt af verið sagt, að þett*
ætti sérstaklega við um Danmörku, Danir eru frjálslyndir 1
stjórnmálum, en afturhaldssamir í trúarefnum. Ef til vill er
ein orsökin til þeirra erfiðleika, sem kirkjan á við að stríða,
ófullkomin mentun leiðtoga hennar. Guðfræðileg mentun hef'
ur síðustu tíu árin gefið tilefni til alvarlegra íhugana og rann
sókna í Bandaríkjunum. Til skams tíma fylgdu Bandaríki3
menn aðferðum Norðurálfubúa í öllu. Allur fjöldinn af presta
skólakennurum hafði annaðhvort fengið mentun sína að nokk
uru leyti í Þýzkalandi eða Englandi, eða þeir höfðu oroi
fyrir sterkum áhrifum af enskri, og þó sérstaklega þýsUr*
guðfræði. Því verður ekki neitað, að heimurinn stendur
mikilli þakkarskuld við þýska guðfræðinga, fyrir hinar gastnu
og fyrirhafnarmiklu rannsóknir þeirra. En flestar þessar rann
sóknir þeirra voru sögulegs, bókmentalegs eða trúfr®
legs efnis. ,■
Um eitt skeið bjóst enginn við því, að guðfræðingur my
stöðu sinnar vegna geta haft áhuga á nokkru öðru.
Gamte'