Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1928, Blaðsíða 82

Eimreiðin - 01.04.1928, Blaðsíða 82
178 LÍKAMSMENT OG FJALLAFERÐIR EIMREIDIN fjallaþjóðir, og mér til mikillar sorgar séð, að okkur skortir margt á við sumar þeirra í líkamlegum efnum. Fyrir öllu þessu liggja ástæður, sem ég hirði ekki um að greina, því hér er talað um það, sem er, en ekki um það, sem átti að verða. Okkur gengur illa að skilja, að við, afkomendur víkinga og berserkja, eigum eftir að berjast við tæringu og líkamlega rotnun. En við megum ékki láta gamla gullaldardrauma villa okkur sýn. Við getum ekki vænst framfara nema því aðeins, að við þorum að horfast í augu við sannleikann. Það er eðlilegt, að ég verði krafinn sannana, en þar stend ég illa að vígi, því eins og áður var sagt, ér ekki hægt að sanna Iíkamsþroska þjóða með mælingum eða fegurðarsam- kepni. — Þetta er algerlega samvizkuspurning. Þó skal gerð tilraun til að sýna, hve líkamleg vanhirða og vesaldómur hefur farið illa með þjóðina. Mér fellur þungt að tala um úr- kynjun og lífræn mistök sökum þess, að ég ber takmarka- lausa virðingu fyrir líkama mannsins, og veit hvað þeirri dá- samlegu byggingu er oft misboðið af þekkingarleysi og vit- lausum siðferðiskreddum. Ég vil í stuttu máli skýra frá athugunum mínum á eðli líkamlegrar afturfarar Islendinga — eða þeim augljósustu van- hirðumerkjum, sem jafnvel er hægt að sjá á alklæddu fólki- Við skulum athuga fólkið á götunni. Það fyrsta, sem við tökum eftir, er, að meiri hluti karlmanna hefur hendurnar í vös- unum bæði vetur og sumar, höfuðburðurinn er ófrjálsmann- legur, göngulagið dragandi og ber með sér fá viljamerki. jafnvel sumir ungir menn hafa vott af ístru; þó axlirnar séu breiðar, er brjóstið oft innfallið og hálsinn stuttur. Við eitthvert götuhornið stendur maður með merki iðju- leysis í hverjum drætti. Augun eru sljó, og hökusvipurinn ber vott um festuleysi, ennið er lágt, litlaust hárið vaxið að gagnaugum. í andlitsdráttum vottar fyrir skekkjum, því vits- munalíf mannsins er klofið, eyrnasneplarnir eru vaxnir við vangann, og æðarnar við gagnaugun bera vott um litla blóð- rás til höfuðsins. Axlablöðin eru sigin, handleggirnir bognir og hanga fram, með olnbogana út á við; þeir hafa með þunga sínum lækkað legu bringubeinsins um 3—4 þumlunga og þar með raskað réttri stöðu rifjanna og beygt hrygginn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.