Eimreiðin - 01.04.1928, Qupperneq 73
eimreiðin
FRÁ GRÍMSEY
169
sóttu menn frá landi (mest Eyjafirði) skreiðina. T. d. fór
Bólu-Hjálmar skáld skreiðarferðir til Grímseyjar í æsku. —
En síðar tóku Grímseyingar sjálfir að flytja hana á smáskipum.
Séra Pétur og Árni voru fyrstir til að koma með stærri skip
(opin) til eyjarinnar. Greiðfærari urðu flutningarnir eftir að úti-
bú »Orum & Wulfs« á Húsavík tók alla verzlunina í sínar
hendur. Forstöðumaður þeirrar verzlunar var þá Þórður Guð-
johnsen og síðar Stefán sonur hans. Fyrir atbeina Þórðar og
Arna Þorkelssonar var Grímsey löggiltur verzlunarstaður
1883, og sama ár bygði Guðjohnsen salt- og fiskmóttökuhús
í Sandvík. og setti Árna þar yfir. Þá voru og gerðir verzl-
unarsamningar milli Grímseyinga og Guðjohnsens, sem héldust
nieð litlum breytingum fram að stríðsárum. Þetta ár, 1883,
eru því tímamót í sögu Grímseyinga.
Aðalatvinnuvegur eyjarskeggja var fiskiveiðar eins og enn
' dag, en í miklu smærri stíl. Búskaparhokur stunduðu þeir,
°9 fugla- og eggjataka var töluverð, en aðferðirnar seinlegar,
einfaldar og hættulegar. — Nautgripir voru mjög sjaldséðir.
Kýr voru hér ekki að staðaldri fyr en nú síðastliðin 30 ár.
Tilraunir höfðu verið gerðar til að koma þeim upp, en mis-
bepnast, og var kent um ófélagslyndi eyjarbúa. Árið 1857
v°ru fluttar hingað út tvær kýr, en ekki urðu þær langæjar,
°9 voru eigi gerðar frekari tilraunir með nautgriparækt, fyr
en séra Matthías Eggertsson flutti út kú 1896. Smámsaman
fjÖlgaði þeim svo, þó hægt gengi í fyrstu.
Matarhæfi var slæmt á vetrum, eftir því sem menn nú
e'9a að venjast, enda þjáðist allur fjöldinn af skyrbjúg. Skarfa-
bál var mikið notað til matar og aðalvörnin við skyrbjúgnum.
Þó samgöngurnar bötnuðu töluvert við verzlunarsamninga
bá, sem fyr er getið, voru breytingar og framfarir í eynni
ærið smástígar fram að aldamótum. Þá fyrst fara öldur bylt-
anna að skola þar á land vogreki, sem nokkru nemur.
IV.
Allir íslendingar kannast við próf. Willard Fiske, íslands-
vminn, ef til vill þann einlægasta úr útlenda hópnum, sem
Unnað hefur sögu okkar og máli.