Eimreiðin - 01.04.1928, Blaðsíða 51
ElMREIÐIN
Aldurtili Arnalds.
Hjónin að Stóra-Ósi, Arnaldur og Ásgerður, hafa búið þar
1 fjörutíu ár og hafa að vonum margs að minnast. Búskapur
beirra hefur staðið föstum fótum, en nú hallar undan fæti
beirra og hans. Þau eiga einn son á lífi, frumvaxta. Hann
heitir Hjalti.
Nú er dægrafari þannig komið, að gormánuður er í að-
S19i. Óþurkar og illviðri hafa gengið seinni hluta heyanna og
meðan gangnaskil fóru fram, hrakið hey og skepnur og sorfið
að fólkinu, sem líf silt og líðan á undir veðráttunni.
Hausttíðin grúfir yfir landinu, og er vaxandi gangur að of-
r'ki hennar. Hún brá upp merki sínu fyrst á Hágangnahnjúk
a náttarþeli, með þeim hætti, að hún festi á hvirfil hans ljós-
9ráan kofra. Jafnframt lét hún ýrótt skarband um höfuð Mið-
aftansnibbu. — Þessar kaldrifjuðu hátignir sátu á fjallgarðin-
Uln vestan við sveitina, sem Stóri-Ós tilheyrir. Eftir fáa sól-
arhringa bjó hausttíðin Hágangnahnjúkinn þannig, að hann
matti kalla Hvítserk. Og heiðin fram af eða inn af bygðinni
Varð að ljósu líki. —
Seftembermánuður kvaddi með óhemju — rigningu og bálviðri
hafi, og slotaði ágosi því með krapa, sem endaði í frosti.
neV og hlöður áttu í vök að verjast í þessu illviðri. Úti á
en9]um kúrðu sátur mánaðargamlar, botndrepnar og bældar
e9 tutlaðar utan eftir sviftibylji. Arnaldur bóndi átti úti 100
esta af þessu sæti, og undi hann illa þeirri nýlundu í bú-
® aPnum. Hann var svefnstyggur þetta haust, gamli maðurinn.
u9ur hans hvarflaði um heyið úti á engjunum seinast á
v°ldin og fyrst á morgnana. Og hann dreymdi heyið, þegar
ann blundaði. Og hann horfði á það af hlaðinu sínu á daginn.
Arnaldur reis úr rekkju árla, morgunmálið, þegar óveðrinu
°taði. Hann gat ekki legið í rekkju sinni, var árrisull ætíð
e9 fljótur til verka. Og í þetta skifti hvarflaði hugur hans út
a rekann, sem lá fyrir landi hans. Arnaldur fylgdi þeirri venju
kanna fjörurnar eftir hvert hafviðri, því að aldrei mátti