Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1928, Qupperneq 52

Eimreiðin - 01.04.1928, Qupperneq 52
148 ALDURTILI ARNALDS EIMREIÐIN vita að óreyndu, hvort flæðarmálið var fémunalaust eða þá með einhverri guðsblessan. Bóndi gekk fram með elfi héraðsins til sjávar. Hann þekti þessa leið svo, að hana mundi hann rata blindandi. Nú var eigi fullljóst af degi, og hafði áin á sér ófagran blæ í skím* unni, morandi af krapaförum, sem straumurinn bar með sér til sjávar. Þau rákust á skarir, sem lágu að löndunum og ýldi í og skrjáfaði, þegar þessi helköldu dauðýfli rákust á eða nérust saman. Veðráttan stóð á öndinni aðra stundina, en andaði hitt augnablikið kaldri nepju um göngumanninn, þar sem hann tifaði leið sína, flausturslega, á skinnskóm með opna vetlinga á höndunum og vanbúinn að öðru leyti. Arnaldur ætlaði að ganga sér til hita — að gömlum vana. Þegar ut a rekann kom, blasti við brimgarðurinn í fullbirtingu dagsins. Landbáran lék sér í flæðarmálinu, kastaði upp og dró að sér þarablöð og kerlingarhár og lét löðrið fjúka. Fáeinir grámávar sveimuðu yfir ströndinni og tveir hrafnar. En send- lingastangl hljóp eftir flæðarmáli. Þeir höguðu sér eins og börn, sem koma að hroðnu veizluborði. Arnaldur skundar eftir fjörunni og finnur einn rekadrumb í flæðarmáli, tveggja faðma langan, miklu þyngri en svo, að hreyfður yrði með afli meðalmanns. Þessi forkur er rennvot- ur, og bylgjan gengur á honum. Arnaldur rekur í hann fótinn og lætur hann liggja. — Þenna þrjót hefur borið að landi nándarnærri ósnum. Bóndi horfir ýmist á drymbið eða 3 krapaförin, sem áin Iyppar út í fjörðinn. Svo snýr hann heim- leiðis og hleypur við fót. Kalda loftið leitar ofan af landinu og út á fjörðinn og gerir gust móti bóndanum, sem leitar inn á hann, þar sem fötin eru gisin. Honum verður kalt á höndunum, ber sér og leggur þær svo á bakið, ber sér aftur og kastar þeim enn a nýjan leik á spjaldhrygginn. Hann herðir gönguna, og nseð- ingurinn herðir sig að sínu leyti. Þeir hnyppast á þangað >' Arnaldur kemur heim að bænum. Þar skilur með þeim. Gus* urinn fer út í bláinn, en bóndinn inn í eldhúsið. Hann stað næmist við stóna og kastar vetlingunum á hana, lítur konu sinnar, sem stendur þar við strokkinn og skekur harm með annari hendi, en bakar flatbrauð með hinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.