Eimreiðin - 01.04.1928, Blaðsíða 40
136
HLUTVERK KIRKJUNNAR
eimreiðin
vorum dögum og sá bent á athyglisverSar leiöir fil að bæta úr þeiin.
Þessvegna réðst hann í að þýða fyrirlesturinn. Og þessvegna birtist
hann hér. Ritstj-1■
I síðasta fyrirlestri vorum héldum vér því fram, að alt tit
þessa hafi kristnin skilið við »kirkju« samfélag manna, sem
telja sig útskýra sannleikann með einum og sama hætti.
Kristninni er heimilt að skýrgreina hugtakið kirkja eftir eigin
geðþótta. Það er áreiðanlegt, að verulegur hagur verður að
því að líta með þessum hætti á hugmyndina kirkju. Það er
líka staðreynd, að menn mvnda venjulega ekki félagsskap út
af því, sem þeim ber á milli, heldur út af einhverju þvh
sem þeim kemur saman um. Eitt er að fá menn til að sam-
einast á sameiginlegum grundvelli, en alt annað er að full'
yrða, að sá grundvöllur sé hinn eini hugsanlegi, sem menn
geti og eigi að sameinast á. Það er engin sérstök ástæða
á móti því, að flokkur manna snæði saman, þó að svo vilj»
til, að þeim þyki sami maturinn góður, en alt annað mál er
að fullyrða, að fæðutegundir máltíðarinnar fyrir alla menn
skuli vera þessar og þessar og engar aðrar.
Er nú nauðsynlegt að neyða alla menn til þess að gang-
ast undir sömu trúarjátning, þó að þeir myndi kirkju? Svar
frjálslyndra manna nú á dögum er skýlaust nei. Ganga verð-
ur að því vísu, að fast innra samband sé milli þeirra, sem
heyra til sömu kirkju. Trúarjátning fær ekki veitt það fasta
samband inn á við. Fyrst og fremst er þess að gæta, að trú-
arjátning er engin lýsing innri reynslu; hún er þvert á móti
niðurstaða málamiðlunar, sem ekki felur í sér reynslu neins
einstaks manns og fullnægir ekki neinum. Flestar trúarjátn-
ingar voru samdar fyrir mörgum öldum. Enginn maður með
heilbrigðri skynsemi mundi skýra náttúrufræðileg fyrirbær*
eftir meginreglum fjórðu-aldarmanna. Enginn maður með
heilbrigðri skynsemi ætti að útskýra fyrirbrigði trúarlífsins
eftir meginreglum þeirrar aldar. Það kann að hafa komið sér
vel fyrir stjórnmálalega hagsmuni Konstantins keisara að styð)a
flokk Aþanasíusar á kirkjuþinginu í Niceu, en það virðist
samt sem áður ekki fullgild ástæða fyrir þá, sem lifa nú 3
dögum, hvort heldur er á íslandi eða í Bandaríkjum Ame-