Eimreiðin - 01.10.1928, Blaðsíða 3
EIMREIÐIN
DEXIPPOS
307
Petta ráð er ykkur ætlað,
Aþeningar, farið heim!
En hér bíða ungir sveinar,
annað ráð skal gefa þeim.
Burt með þá, sem gjarna gleyma,
að gjörvöli heimsins mestu verk
unnin voru' af öflum veikum,
eldmóður sem gerði sterk!
Burt þau augu, er aðeins hindrun
eygja, á marksins fegurð blind!
Burtu héðan, lyddur, leitið
langt út fyrir helga grind!
Burt með vaxna, kýtta karla!
Kveðjið hingað æskulýð!
Ó, nú finn ég vorsins varma,
vestanblæ um dal og hlíð;
og í keiku kjarri stend ég
kyr sem gömul Dódónu' eik,
guðinn þýtt í þungu laufi
þylur spá um djarfan leik.
Látum okkur leika, piltar,
lausnarstyrjöld veraldar —
Þemistókless kænleik, Kímons
kraft og Miltíadesar!
Þér sé, Seifur, lof! Þeir lifa —
tifa’ og standa nærri mér!“
Og úr hrærðri sveina sveit er
svarað: Já, þeir eru hér.
„A Kerameikos saman safnist —
sverð í hendi, spjót og skjöldf
Biíist vel að vopna-þingi;
verður styrjar-danz í kvöld!
Sveig á höfuð! Skrúðaskikkjur
skreyti þennan fríða hóp!“