Eimreiðin - 01.10.1928, Blaðsíða 67
eiwreiðin
NOKKUR ORÐ UM STOFUN
371
sem barnið lætur til sín heyra, eru pa og ma, upphafið að orð-
unum íslenzku: pabbi og mamma. Og eftir þessu sama fyrir-
brigði má taka um allan heim, hjá öllum þjóðum, í öllum
tungum. Ef þetta raddhljóð er notað, eiga samhljóðarnir að
nefnast svona: ba, da, ða, fa, ga, ha, ja, ka, la, ma, na, pa, ra,
sa, ta, va, xa, za, þa.
Við stöfun þarf vel að gæta þess, að hafa þetta raddhljóð,
a-hljóð aftan við samhljóðann, mjög stutt. A þetta verður
þegar í fyrstu að venja barnið, og má alls ekki líða því, að
nefna stafina þungt og seint, en það hættir börnum oft við
að gera, einkum ef þau eru löt. Það ríður á að barnið sé
Vanið á, að stafa létt og fljótt. Með léttri og fljótri stöfun
vinst það, að rétt hljóð kemur inn í samstöfuna eða atkvæðið.
Með léttri og fljótri stöfun stafar barnið atkvæðið eins og inn
' sig, eins og hvíslar atkvæðinu að sér sjálfu, og kemur með
bað rétt á eftir, ósjálfrátt og eins og fyrirhafnarlaust.
Sá sem tæki barn til stöfunar og vildi hafa þá stöfunar-
aðferð, sem hér er bent á, mundi fljótt taka eftir því, að
barnið yrði fljótara að kveða að með þessari aðferð en með
hinni aðferðinni, er enn er altíð, þ. e. að nefna samhljóða
sínum gömlu nöfnum: bé, dé, eff, gé, há o. s. frv. Hér
shulu nefnd nokkur dæmi til að sýna, hversu óhæf hin venju-
le9a, gamla stöfunaraðferð er.
Orðið mús er stafað: emm ú ess, og ætti þá að kveða að
Því: emmúess. Að orðinu sól ætti með sömu stöfunaraðferð
að kveða: essóell. Orðið bók yrði béóká. Orðið gólf géóelleff.
Orðið þol þornoell. Orðið rán erráenn. Orðið borð béoerreð.
Lengra þarf ekki að halda né fleiri dæmi að telja til þess að
skilja megi, hversu röng þessi stöfunaraðferð er og óhentug
að læra lestur með henni. Vitanlega er kveðið að orðun-
UtT1 á alt anr.an hátt én stafað er, og kveðið að eftir fyrir-
s°9n kennarans. Stöfunaraðferðin sjálf gefur enga bendingu
u,e, hvernig kveða skuli að. Með þessu móti hefur þó lestur
'®rzt og lærist; en ekki fyrir stöfun, heldur þrátt fyrir stöfun.
^að sýnist furða, að takast skuli að læra lestur á þennan hátt.
^ú. lesturinn lærist af því, að nemandinn tekur smátt og smátt
að þekkja orðin fyrir þráláta og stöðuga fyrirhöfn kennarans.
hversu erfitt og staglsamt verður þetta nám, einkum er