Eimreiðin - 01.10.1928, Blaðsíða 52
356
LIFA LÁTNIR?
EIMREIÐIN
ofstæki í trúarefnum. En hann skýrði mér frá því, að eftir
margra ára starf við rannsóknir á heilanum hefði hann komist
að alveg gagnstæðri niðurstöðu við Sir Arthur Keith. Því
lengur sem hann fékst við að rannsaka heilann, þeim mun
betur skildist honum, að heilinn er ekkert nema einskonar
símatæki, sem hlýðir skipunum frá einhverju óþektu afli, sem
læknar og vísindamenn eru eins langt frá að skilja, að hans
áliti, eins og þeir hafa áður verið. Eg kann nú að verða
veginn og léttvægur fundinn fyrir þessi rök. En ég skrifa frá
mínu eigin sjónarmiði, þ. e. a. s. frá sjónarmiði leikmannsins,
sem er óumræðilega fákunnandi, óþreytandi í leit sinni að
sannleikanum og með vakandi meðvitund um það, hve lífið
er dularfult. Vér hlustum á vísindamenn og lækna þá sjaldan
sem þeir reyna að útskýra fyrir oss flókin efni, vér lesum
alþýðlegar bækur, þar sem reynt er að túlka þungskilin efni
á ljósan og einfaldan hátt, vér sækjum fyrirlestra og hirðum
allan þann fróðleik, sem vér getum. Áhugi vor á andlegum
málum er meiri en nokkru sinni áður. Spurningar eins og sú,
sem hér er um að ræða, leita á oss í sífellu, hvort sem oss
líkar betur eða ver. Sumum af oss fer svo, er þeir eldast,
að þeim finst andlegu málin skifta meiru en alt annað í lífinu.
Áður lifðu menn á ákveðnum trúarsetningum. Fæstum er það
nóg nú á dögum. Vér lítum þá fáu hálfgerðum öfundaraugum,
sem gera sig ánægða með trúarjátningar. Oss undrar, að þeir
skuli geta látið sér það nægja. Eg viðurkenni fullkomlega hina
mörgu ágætu og fórnfúsu menn í prestastétt, sem alsíaðar er
að finna í öllum kirkjudeildum, en í játningum kirkjudeildanna
er alt of mikið fullyrt án þess að skýringarnar fylgi. . . .
Vér skulum gjarna viðurkenna í allri auðmýkt með Sir
Arthur Keith, að maðurinn sé ekkert annað en dálítil sjálfstaeð
efnisheild, sem sé til orðin úr efninu og hverfi aftur í efnið,
en þessi trú kemur í bága við persónulega reynslu flestra.
Hjá mér gæti þessi trú aldrei fest rætur. Ekkert getur svift
mig þeirri sannfæringu, sem sífelt er að styrkjast, að á viss-
um augnablikum lífs míns hafi mér auðnast að verða fyrir
áhrifum, sem hvorki stafa frá efninu né eiga upptök sín >
skynheimi vorum. Atvik frá dánarbeði vinar, ástin frá annari
veru eða fleirum, fegurðin í ljóði, í söng, í Iandslagi, í göfusu