Eimreiðin - 01.10.1928, Blaðsíða 91
eimreiðin
RÍKIÐ OQ DÆKURNAR
395
hvað hann teldi sæmileg laun og hvað marga æfti að launa.
Setjum launin 10 þúsund kr. á ári. Ef einn maður semdi árlega
sem svaraði einni ríkisforlagsbók, kostaði það ríkisforlagið 180
þúsund kr. Ef gengið yrði harðara að starfsmönnum forlagsins
og heimtuð af þeim ein bók frumsamin og önnur þýdd á
hverju ári, kostaði það 90 þúsund kr. Þetta er að vísu hvort-
tveggja hæpið, því kröfur manna og afköst eru mjög misjöfn.
Lauslega reiknað mundi ríkisforlagið með þessu lagi þurfa
að greiða 100—200 þúsund kr. í árleg ritlaun og mundi ekki
bykja of mikið. Ef þessi upphæð æfti að leggjast á söluverð
bókanna, yrðu ríkisforlagsritin líklega dýrustu bækur í landinu
og hvar er þá ódýra bókaverðið sem alþýðumenningin
átti að njóta? En ef hið lækkaða bókaverð á að fást á
kostnað ritlaunanna (eins og oft á sér reyndar stað) — hvar
er þá »styrkurinn til rithöfundanna* ? En ef ríkið á að leggja
íram ritlaunin sérstaklega, þá getur það eins vel gert það án
•nilligöngu ríkisforlagsins. Það er óþarfur milliliður, ef það
aflar ekki sjálft neins af þeim gæðum, sem það á að úthluta.
Restir rithöfundar mundu fremur kjósa að fá fé sitt beint úr
ríkissjóði og ráða sjálfir ritstörfum sínum, heldur en að verða
aktaskrifarar ríkisforlags undir alræði eins forlagsstjóra.
En það er ástæðulítið að elta lengi slíkar ólar. Því það er
hægt að ganga rakleitt framan að reynslunni og fá upplýsingar
málin. Ríkið hefur sem sé fengist við bókaútgáfu, þótt
e^ki sé í formi ríkisforlagsins. Upplýsingar um slíkar útgáfur
9ætu verið fróðlegar, þótt sumar séu þær annars eðlis en
Venjuleg bókaútgáfa, s. s. skýrslur, sem snerta starfrækslu
r>kisins sjálfs og talið er nauðsynlegt í lýðræðislandi, að borg-
ararnir fái vitneskju um. Svo er t. d. um Landsreikninga og
Alþingistíðindi. Nauðsynin á útgáfu síðarnefnda ritsins er þó
fi'lög dregin í efa af mörgum borgurum. En til þess að gefa
nokkura hugmynd um slíkar ríkisútgáfur er rétt að minna á
fáeinar tölur úr hinum opinberu reikningum um þær. Prentun.
P’ngtíðindanna kostaði árið 1918 c: 511/2 þúsund kr. Sama
arið auðgaðist ríkissjóður af sölu þeirra um 172 kr. Prentun
Pingtíðinda hefur komist upp í c: 103 þús. kr. á ári og
Prentun Landsreikninganna upp í c: 6700 kr., en salan á
þeim hefur komist niður í 4 kr. og 50 au. á ári. Mestu af
JJPplaginu, sem er lífið, er sem sé dreift ókeypis meðal opin-
öerra starfsmanna. Á 10 ára skeiðinu frá 1918 — 27 kostaði
Pln9tíðindaprentunin samtals c: 753 þús. kr. og Landsreikn-
jP9aprentunin c: 39 þús. kr., eða samtals c: 792 þúsund kr.
V* sama tíma voru tekjur ríkissjóðs af þessum útgáfum kringum
400 kr. Þetta »ríkisforlag« hefur því tapað c: 7871/2 þúsundi
róna á 10 árum. Þótt sumt af. þessu verði að teljast nauð-