Eimreiðin - 01.10.1928, Blaðsíða 32
336 BÓKMENTAIÐJA ÍSL. í VESTURHEIMI eimreiðin
Vestur um haf fluttist hann 1879 og hefur dvalið bæði í
Minnesota og Manitoba. Hann er maður óskólagenginn; hefur
unnið að ýmsu, svo sem kenslu í alþýðuskólum og skrifstofu-
störfum.
Eftir ]ón hefur komið út ein ljóðabók, »Þögul leiftur*
1924. Nafnið á vel við. Ljóð þessi láta flest lítið yfir sér, en
eru laundrjúg að listgildi. Vísupartur einn eftir annað skáld
íslenzkt á vel við um Jón:
„Þitl ljóð er iðandi lindakliður,
en ekki fossanna ógna niður,
né andvörp djúpsins né brimsins gnýr“.
Pegasus hans er enginn éljafákur.
„Mig heilla þær hægstrauma lindir",
segir skáldið sjálft í einu ágætiskvæði sínu. Hann er skáld
hins þýða, milda og blíða. Þunglyndisblær er á mörgum ljóð-
um hans, en þar lýsir sér einnig djúp ljósþrá og rósemd.
Allir draumar skáldsins hafa eigi ræzt, en samt virðist hann
sáttur við alt og alla. Það er djúpur undirstraumur í rnörgum
þessum kvæðum, rík viðkvæmni. Eitt er þó höfuðeinkenm
]óns, hin framúrskarandi vandvírkni hans. Hann er afar
smekkvís á mál og samræmir vel orð og efni, en slíkt er
einkenni góðra skálda. Og hann á andríki til að bera. Meðal
beztu kvæða hans eru, »Móðirin við sjóinn«, »Hillingar«,
»Einyrkinn«, »Andvaka« og »Skipaflotinn minn«. En ]ón getur
líka ort einkar fyndnar gamanvísur. Hafa sumar stökur hans
af því tæi borist á vörum manna víðsvegar.
Þá er það, sem ekki er minst um vert, þýðingar Jóns úr
erlendum málum. Þær einar myndu nægja til að skipa honum
í góðra skálda sess. Hefur hann á þessu sviði verið einn
hinn mikilvirkasti samtíðarmanna sinna íslenzkra, og góðvirk-
asti, og lang-stórvirkastur allra vestur-íslenzkra skálda. Er
snildarhandbragð á ýmsum þýðingum hans; má þessar nefna:
>Systurnar« eftir Tennyson; hið mikla kvæði Edwins Mark-
ham, »Draumur konu Pílatusar«, og »Nykurinn« eftir Welhaven.
Einnig hefur ]ón þýtt nokkra úrvalssálma ágæta vel. Stórvirki
hans í þýðingum er þó söguljóðið mikla og fræga »Enoch
Arden« eftir Tennyson. Er það eigi áhlaupaverk, eða meðfæri
viðvaninga að snúa því á góða íslenzku svo að skáldskapur