Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1928, Page 32

Eimreiðin - 01.10.1928, Page 32
336 BÓKMENTAIÐJA ÍSL. í VESTURHEIMI eimreiðin Vestur um haf fluttist hann 1879 og hefur dvalið bæði í Minnesota og Manitoba. Hann er maður óskólagenginn; hefur unnið að ýmsu, svo sem kenslu í alþýðuskólum og skrifstofu- störfum. Eftir ]ón hefur komið út ein ljóðabók, »Þögul leiftur* 1924. Nafnið á vel við. Ljóð þessi láta flest lítið yfir sér, en eru laundrjúg að listgildi. Vísupartur einn eftir annað skáld íslenzkt á vel við um Jón: „Þitl ljóð er iðandi lindakliður, en ekki fossanna ógna niður, né andvörp djúpsins né brimsins gnýr“. Pegasus hans er enginn éljafákur. „Mig heilla þær hægstrauma lindir", segir skáldið sjálft í einu ágætiskvæði sínu. Hann er skáld hins þýða, milda og blíða. Þunglyndisblær er á mörgum ljóð- um hans, en þar lýsir sér einnig djúp ljósþrá og rósemd. Allir draumar skáldsins hafa eigi ræzt, en samt virðist hann sáttur við alt og alla. Það er djúpur undirstraumur í rnörgum þessum kvæðum, rík viðkvæmni. Eitt er þó höfuðeinkenm ]óns, hin framúrskarandi vandvírkni hans. Hann er afar smekkvís á mál og samræmir vel orð og efni, en slíkt er einkenni góðra skálda. Og hann á andríki til að bera. Meðal beztu kvæða hans eru, »Móðirin við sjóinn«, »Hillingar«, »Einyrkinn«, »Andvaka« og »Skipaflotinn minn«. En ]ón getur líka ort einkar fyndnar gamanvísur. Hafa sumar stökur hans af því tæi borist á vörum manna víðsvegar. Þá er það, sem ekki er minst um vert, þýðingar Jóns úr erlendum málum. Þær einar myndu nægja til að skipa honum í góðra skálda sess. Hefur hann á þessu sviði verið einn hinn mikilvirkasti samtíðarmanna sinna íslenzkra, og góðvirk- asti, og lang-stórvirkastur allra vestur-íslenzkra skálda. Er snildarhandbragð á ýmsum þýðingum hans; má þessar nefna: >Systurnar« eftir Tennyson; hið mikla kvæði Edwins Mark- ham, »Draumur konu Pílatusar«, og »Nykurinn« eftir Welhaven. Einnig hefur ]ón þýtt nokkra úrvalssálma ágæta vel. Stórvirki hans í þýðingum er þó söguljóðið mikla og fræga »Enoch Arden« eftir Tennyson. Er það eigi áhlaupaverk, eða meðfæri viðvaninga að snúa því á góða íslenzku svo að skáldskapur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.