Eimreiðin - 01.10.1928, Blaðsíða 24
328 BÓKMENTAIÐJA ÍSL. í VESTURHEIMI eimreiðin
son hefur einnig, sem áður var um getið, samið gamanleiki
um efni úr lífi landa sinna vestra. Voru þeir leiknir á nokkr-
um stöðum í nýbygðunum íslenzku, en hafa eigi verið prent-
aðir. Flestir gamanleikir hafa og skráðir verið af löndum
vorum vestra og leiknir þar;1) en einungis einn þeirra var
birtur á prenti, »Maurapúkinn« eftir Gunnlaug Einar Gunn-
laugsson, í »Norðan-
fara« á Akureyri 1884
— 1885. Er hann svo
sem aðrir gamanleikir
( þessir, þeir, sem mér
er kunnugt um, frá
fyrri árum Islendinga
vestra.
Á síðari árum hafa
fram komið meðal landa
vorra vestan hafs tvö
leikritaskáld, er snúa
sér að veigameiri og
alvarlegri viðfangsefn-
um. Jóhannes P. Páls-
son hefur skráð nokkur
einþætt leikrit. Má
nefna »Svarta stólinn*
í »Tímariti Þjóðræknis-
félagsins* 1925. Eru
leikir Jóhannesar fjÖr-
lega skráðir og tilþrif í þeim, þó smíðagalla gæti þar einnig. En
lang-merkast leikritaskáld íslenzkt vestra er eflaust Guttormur J■
Guttormsson. Eftir hann hafa út komið meðal annars: »SkugS'
inn«, einþætt leikrit, í »Skírni« 1917, »Hinir höltu«, í fimm þátt-
um, og »Hvar er sá vondi?«, í þrem þáttum, í »Óðni« 1917 og
1918. Eru leikrit þessi frumleg, þrungin djúpri hugsun og
1) Sjá um það efni ritgerð meistara Carl Kiichlers: Zuv Geschichte
der islandischen Dramatik í Zeitschrift fiir vergleichende Litteraturge-
schichte, Band XII Heft 1 und 2, Weimar 1898, bls. 1—21. Vera má aö
fleiri séu en þar eru nefndir, en eigi hef ég séð þeirra getið.