Eimreiðin - 01.10.1928, Blaðsíða 83
eimreiðin
RÍKIÐ OQ BÆKURNAR
387
fánýtum hégóma, sem Sigurður Nordal hefur skrifað um
»alþýðumenninguna« er það ekki ljóst, hvað alþýðumenning
er. Helzt er svo að sjá, að einkenni henna.r sé »lífsblóð
sjálfsmentunarinnar«, sem menn fá í sig án þess að fara í
skóla, og að hún stefni að »manngildi«, »þar sem skólament-
unin vill gera menn að steinum í vegg eða hjólum í vél«. En
þetta er einber orðaleikur. Auðvitað stefnir öll sönn mentun
að manngildi, og í insta eðli sínu er öll mentun sjálfsmentun.
Skóli er einskonar samvinnustofnun til að afla sér sjálfs-
mentunar. Eg veit ekki, hvernig mönnum verður það skyn-
samlega Ijóst, að »bækur« og »skólar« séu einhverjar mismun-
andi stefnur, eða^ andsfæð öfl í þjóðlífinu. Hvortiveggja þarf
að fara saman. Islerizk skólamál eru að vísu á gelgjuskeiði,
og skóla»framfarirnar« lenda stundum á gönuskeiði. En skóla-
mentunin hefur vafalaust áorkað ýmsu til menningarauka og
mannlifsbóta móts við það sem áður var. Það er fjarstæða að
hugsa sér það, að þróun skólamentunarinnar verði heft úr því
sem orðið er, og hégilja að halda, að fáeinar þýddar bækur
á ári geti komið í stað hennar.
Engar líkur hafa verið fyrir því færðar, að »alþýðumenningin«
sé frjósamari jarðvegur fyrir bókaútgáfu en önnur menning. 1
þessum efnum fær Sigurður Nordal þvert á móti í fangið fullan
straum reynslunnar frá undanförnum kynslóðum. Það er sem sé
staðreynd, að nú er lesið miklu meira og upp og ofan fjölbreyttara
°9 hollara efni en áður á öldum heimilismentunarinnar. Bækur
°9 blöð eru nú meiri alþýðueign en á blómatímum alþýðu-
menningarinnar. Þegar talað er um nauðsyn þess að auka og
bæta íslenzkan bókakost, er það því óþarfur hégómi að miða
slíkt við einhverja sérstaka menningartegund eða mannflokk.
Almenna bókaútgáfu fámennrar þjóðar verður að miða við
lestrarþörf og lestrarvilja allra mentamanna hennar, hvort sem
njentun þeirra er kölluð »alþýðleg« eða »lærð«. íslenzku
Plóðlífi er enginn greiði gerður með því, að menning þess sé-
óregin sundur í dilka af »æstetiskri« fordild.
. Það, hvernig bókakostur þjóðarinnar verði bættur og auk-
inn, er hagsmunaatriði og framkvæmdamál. Það gildir eimJjlhversu
‘nngumjúkt er talað um huldar lindir í sálunni og lifsblóð
siálfsmentunarinnar, það þokar málinu ekki fram um hænufet,
Því það er viðskiftamál og reikningsdæmi um framleiðslu og
fnarkaðsmöguleika. Þetta er einfalt og sjálfsagt, þótt einhverj-
np kunni að þykja það óskáldlegt, eftir að málið hefur nær
eingöngu verið rætt frá sjónarmiði þjóðarsálarinnar, lýð-
®ktarinnar og hinna heitu andlegu nautna. Þessu er samt
ekki svo varið. Því auðvitað er ekki um að ræða viðskifta-