Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1928, Blaðsíða 14

Eimreiðin - 01.10.1928, Blaðsíða 14
318 ALTARIÐ EIMREIDIN-' og að endingu staðnæmdust þau við hrjóstuga hæð, þar sem hellubjargið gnæfði upp úr nöktum jarðveginum. Þau gengu upp á efsta topp hæðarinnar. Uppi yfir þeim breiddist himininn, heiðskír, blár og óendanlegur. Sólin helti brennheitu geislaflóði næstum því þráðbeint niður á hellu- bjargið, sem var glóandi undir fótum þeirra. — Hér reisti Adam altari og helgaði guði þeim, hvers raust hann hafði heyrt í skóginum, þeim guði, sem hafði látið sá! hans fæðast. — Það var fyrsta altarið, sem bygt hefur verið —, en upp frá þeim degi hefur mannsandinn jafnt og stöðugt haldið áfram og reist hvert altarið eftir annað, án þess nokkurntíma að gefast upp eða þreytast. Niðjar Adams hafa haldið göngu hans áfram um alla jarð- kringluna, og þeir hafa reist ölturin á hæðum og fjöllum, í döl- um og eyðimörkum, á barmi eldgíganna — og við hið yzta hat Borgir hafa verið bygðar. Borgir hafa verið eyðilagðar og jafnaðar við jörðu. En ölturin hafa verið reist, fyrir gamla guði og fyrir nýja guði, bæði þar sem hornsteinn var Iagður og þar sem rústirnar ruku — og reykur brennifórnanna hefur stigið til himins. Barn fæddist, og foreldrarnir reistu altari af fögnuði og í þakklætisskyni. Barnið óx upp og bygði eigið altari — varð gamalt og dó, og niðjarnir reistu altari — í þakklætisskyni. Tveir elskendur, sem mætast á jörðunni, byrja á því að byggja brú úr sólar-mistri og mánageislum, og þar sem sálir þeirra mætast á miðri brúnni, reisa þau altari og leggja hjörtu sín í eldinn sem brennifórn handa guði þeim, er gaf þeim dreymda sælu ástarinnar. Vísindamaðurinn á sitt altari, bóndinn sitt, presturinn sith konungurinn sitt. — Meira að segja sá, er neitar tilveru allra guða, á sér þó altari, sem hann hálfóafvitandi hefur reist einhversstaðar inni í einhverjum afkyma sálarinnar. . . ■ \J. Adam og Eva lifðu og hurfu aftur niður í hina svörtu frjo mold jarðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.