Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1928, Blaðsíða 44

Eimreiðin - 01.10.1928, Blaðsíða 44
348 LIFA LÁTNIR? EIMREIÐIN rannsóknafélagsins brezka í meira en þrjátíu ár, án þess að ég hafi þó sótt fundi þess. Eg hef verið meðlimur félagsins til þess að geta kynt mér nákvæmlega skýrslur þess, og það hef ég líka gert mánuð eftir mánuð og ár eftir ár. Og ég játa hér hátíðlega, að ég er sannfærður um, að framhaldslífið er sannað. Vér skulum gjarnan gera ráð fyrir því, að níu tí- undu eða jafnvel níutíu og níu hundruðustu þeirra dularfullu fyrirbrigða, sem styðja þá vissu, megi skýra á annan hátt. En eftir er þó samt sem áður eitthvað, sem ekki verður skýrt með öðru móti. Eg þykist þess fullviss, að samband milli lif' andi manna og framliðinna eigi sér stundum stað. Sjálft fé- lagið hefur að vísu ekki birt þetta sem sinn dóm, en margir ágætustu meðlimir þess hafa gert það. Félag, sem hefur haft aðra eins merkismenn að forsetum og núverandi jarlinn af Balfour, Sir William Crookes, Sir Oliver Lodge og Gilbert Murray, prófessor, á rétt til þess, að því sé sýnd full virðing. Þótt einhverjum af áhangendum félagsins finnist rannsóknar- aðferðir þess of strangar og óþarflega varkárar, þá er slíka yfirsjón, ef yfirsjón skyldi kalla, sízt að lasta. Viðurkendir framúrskarandi vísindamenn eins og Sir William Crookes oS Sir Oliver Lodge verða ekki auðveldlega stimplaðir annað- hvort heimskingjar eða lygarar. Og þegar þessir menn skýra oss frá því, að þeir hafi gengið úr skugga um það, fyrir órækar sannanir, að sálin lifi eftir líkamsdauðann, þá hefur hvorki Sir Arthur Keith eða nokkur annar leyfi til að neita þeim sönnunum án þess að rannsaka þær. Reynslan sýnir, að vér lifum áfram eftir líkamsdauðann með öllum einstaklingseinkennum vorum. Þeir, sem kallast dauðir, eru enn betur lifandi en vér. Eftir að hafa fluzt gegnum dauðans dyr virðast þeir dvelja, að minsta kosti um stundar- sakir, í heimi mjög líkum vorum heimi. Sá heimur virðist umlykja vorn heim og liggja í gegnum hann. Hinir framliðnu vita talsvert um oss hérna megin, þó ekki alt, og geta einnig haft áhrif á hugsanir vorar og gerðir. Þeir flytja með sér þasr tilfinningar og hneigðir, skapeinkunnir og sérkenni, sem mest bar á hjá þeim hér í lífi. Þeir sem hafa átt ástvini hér halda áfram að elska þá þar, og þeir sem hafa gengið úr skugg3 um eðli dauðans og vita að betri vist bíður þeirra eftir burt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.