Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1929, Side 8

Eimreiðin - 01.01.1929, Side 8
IV/ EIMREIÐIN Forspjall. RITÞING þessa árgangs Eimreiðar mun verða skipað mönnum og konum af ýmsum stéltum og með ólíkar skoðanir og sjónarmið. Gamla orðtakið Nihil humane a me alienum puto — ekkert mannlegt álít ég mér óvið- komandi — eru einkunnarorð hennar. Þeim, sem liggur eitthvert athyglisvert áhugamál á hjarta, veitir hún rúm eftir því sem ástæður leyfa, ef þeir hinir sömu geta flutt mál sitt í stuttu, ljósu og skipulegu formi. Vel rökstuddar kappræður um ýms vandamál vorra tíma er hún fús á að leyfa, því við það, að málin eru rædd, ættu þau að skýrast frá fleirum en einni hlið og birtast í nýju Ijósi. Eimr. treystir ekki eingöngu á troðnar götur, en vill kanna ókunnar slóðir. Stefnur og lögbundnar venjur hverfa fyrir öðrum nýjum. Þær eru eins og skýjafar á vorhimni. A bak við breytileika og iðuköst aldarfarsins fer dagsbrún framsóknarinnar hægt hækkandi eins og upprennandi sól, unz skýin rofna fyrir geislamagninu og heiðríkjan sezt að völdum. Það er hlutverk hins talaða orðs og hins ritaða að flýta sem mest þeirri heiðríkju. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á útliti og fyrir- komulagi Eimr. nú um áramótin. Hún hefur að nokkru leyti haft fataskifti. Gamla kápan, sem hún er búin að ganga í síðan 1920, hefur verið lögð til hliðar. Framan og aftan við meginlesmálið er sérstaklega tölusett deild, þar sem koma má að auglýsingum. Þegar ritið er bundið inn, geta menn gert hvort sem þeir vilja, tekið þessa deild undan eða látið hana fylgja með í bandinu. Eins og áður verður titilblað og ársefnisyfirlit látið fylgja síðasta hefti ársins. Þegar þess er gætt, að árgangur sá, er nú hefst, verður um 30 arkir eða alt að 500 síðum, þrátt fyrir hækkaðan prentunarkostnað frá þess- um áramótum, og að Eimr. flytur auk þess þéttletraðra mál en nokkurt annað tímarit íslenzkt, þá hefði að vísu verið ástæða til að hækka áskriftargjaldið, að mun. Svo verður þó ekki gert að þessu sinni. Askriftargjaldið helst óbreytt. Aukin kaupendatala og skilvísi er hvort- tveggja trygging fyrir því að vel takist.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.