Eimreiðin - 01.01.1929, Side 34
14
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
góð fyrir tvö árin síðustu, og veiiir sannarlega ekki af að
geta grynt eitthvað á skuldabyrði þjóðarinnar. Eiginlega sjálf-
stæð er þjóðin ekki orðin fyr en hún er hætt að þurfa að
þræla fyrir útlenda lánardrotna og kaupmenn og greiða þeim
miljónaskatt á ári hverju.
Til framfara verður að telja viðleitni þá, sem felst í síldar-
einkasölunni til þess að koma einhverju lagi á síldarverzlunina.
Þessi tilraun var nú í fyrsta sinn framkvæmd á árinu sem
leið, og ekki annað að heyra en að farnast hafi sæmilega.
Þar með er auðvitað ekki sagt, að menn hafi strax hitt á hið eina
rétta fyrirkomulag. Reynslan á sjálfsagt eftir að laga það í hendi.
Gengi íslenzkrar krónu var stöðugt alt árið og hið sama og
verið hefur 3 árin síðustu (1 pd. sterl. = kr. 22,15). Þingið
1929 mun taka til meðferðar frumvarp um endanlega festingu
krónunnar í ákveðnu gullgildi.
Löggjöf. Alþingi kom saman í fyrra lagi, 19. janúar,
og stóð nálægt þrjá mánuði. Þingfundir voru
samtals 157, og voru tekin til meðferðar 162 mál. Lög voru
afgreidd 68, þar af hafði stjórnin borið fram 30, en þing-
menn 38. Þingsályktanir voru afgeiddar 23, þar af 6 frá
sameinuðu alþingi og 17 frá neðri deild.
Meðal laga þeirra, er samþykt voru, má nefna þessi: —
(Jm mentamálaráð, menningarsjóð, einkasölu á síld, ný Lands-
bankalög, varnir gegn gin- og klaufaveiki, meðferð skóga,
nýtt strandvarnarskip, fræðslumálanefndir, skiftingu kjördæmis
Gullbr.- og Kjósarsýslu, hjúalög, eftirlit með verksmiðjum og
vélum, betrunarhús og vinnuhæli, kynbætur nautgripa, búfjár-
tryggingar, heimild um ríkisrekstur á útvarpi, sundhöll í
Reykjavík, byggingar- og landnámssjóð, breyting jarðræktar-
laganna, slysatryggingarlögin, stofnun síldarbræðslustöðva með
opinberum rekstri, br. á hegningarlögunum (afnám lífláts-
hegn. o. fl.), einkasölu á tilbúnum áburði, heimild til að inn-
heimta tekju- og eignaskatt með 25°/o viðauka, bann gegn
dragnótaveiði í landhelgi, atvinnuleysisskýrslur, atkv.gr. utan
kjörstaða við alþingiskosningar, friðun Þingvalla, nýjan veð-
deildarflokk, hlunnindi fyrir lánsfélög (kreditforeninger),
varðskip landsins, áfengislög, einkasölu á áfengi, nýtt strand-
ferðaskip, skifting bæjarfógeta og lögreglustjóraembætta í
Reykjavík, ungmennaskóla í Reykjavík, vernd atvinnufyrirtækja
gegn óréttmætum prentuðum ummælum, hvalveiðalög.
M .. Hinn nýi kenslumálaráðherra veitti Akureyrar-
irstlr. 9 skólanum rétt til að útskrifa stúdenta, en
takmarkaði aðgang að Mentaskólanum í
Reykjavík, svo að af 42 innsækjendum sem stóðust inntöku-
próf til fyrsta bekkjar fengu aðeins 25 inntöku. Aftur á móti