Eimreiðin - 01.01.1929, Page 44
24
UM NÁM GUÐFRÆÐINGA
EIMREIDIN
sínu að ræða þessi mál við almenning, lítillar virðingar, þá
verður í aðra átt að leita að ástæðunum en þar, sem er
áhugaleysi þjóðarinnar.
Þriðja svarið við spurningunni liggur svo nærri, að ekki
verður varist að láta sér koma það til hugar. Svarið er vita-
skuld, að stéttin sé ekki verki sínu vaxin. Ef til vill væri rétt-
ara að orða þetta svo, að sá undirbúningur, sem prestaefnum
er veittur undir starf sitt, sé svo ónógur og ófullkominn, að
þess sé ekki að vænta, að þeir setji að neinum verulegum
mun mark sitt á andlegt líf þjóðarinnar. Sá, sem þetta ritar,
hefur fengið þá fræðslu, sem íslenzkir guðfræðingar yfirleitt
hafa átt kost á, og sex ára starf við kirkju hefur sannfært
hann um, að guðfræðinám hans við Háskólann hafi skilið
við hann því nær gjörsamlega ófróðan um flesta þá hluti, sem
hann þurfti að hafa þekkingu á, til þess að von væri til, að
hann gæti rækt verk sitt með sæmilegri skynsemd.
II.
Það hefur oft verið komist því Iíkt að orði, að vér lifum
í alt öðrum heimi en fyrri kynslóðir hafa gert. Og naumast
verður sagt, að með þessu sé kveðið of sterkt að orði. Hin
margflókna menning nútímans er mjög ung. Raunar hafa þeir
menn mikið til síns máls, sem telja hana fæðast um það leyti,
er Copernicus tók að fræða menn um, að jörðin væri ekki
miðstöð alheimsins, heldur aðeins ofurlítill depill í ómælinu,
ofurlítið korn í hinum iðandi flaumi heimsaflanna. En sú vitn-
eskja var svo lengi að festa nokkrar rætur, að áhrifanna gætti
ekkert fyr en löngu síðar. En fróðir menn hafa bent á, að frá
því 300 árum fyrir daga Krists, þegar grískur maður hafði tekið
eftir því, að raf, sem núið var með silki, gæti dregið að sér strá
og fjaðrir, hafi ekkert bæzt við þekkingu manna á öflum náttúr-
unnar, þar til 1900 árum síðar, er nútíma náttúruvísindi taka
að fæðast. En á þessum mannsöldrum, sem liðið hafa nú á
undan vorum tíma, hefur orðið sú breyting á viðhorfi manna
við tilveruna, að önnur eins bylting hefur aldrei farið fram á
jafnskömmum tíma í sögu mannkynsins. Öfl náttúrunnar hafa
lokist upp fyrir mönnum og þeir hafa tekið þau í þjónustu sína.
Hér um bil sérhver stórvægileg breyting, sem orðið hefur, átti