Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1929, Page 52

Eimreiðin - 01.01.1929, Page 52
32 UM NÁM GUÐFRÆÐINGA eimreiðin ekki hugmynd um trúaðra manna og trúlausra tilraunir til þess að koma á siðbót í viðskiftum manna á síðari árum. Kirkjunnar hlutverk er að lækna meinsemdir í sálarlífi ein- staklinga og þjóða. Væri ekki kominn tími til, að hún reyndi að læra eitthvað af öðrum læknum? Mér skilst, að læknis- námið sé í því helzt fólgið að kynna sér mannlegan líkama, starfsaðferðir hans op háttu. Læknisfræðin trúir því, að sjúk- dómur verði ekki læknaður, nema því aðeins, að læknirinn fái sæmilega hugmynd um, hvað sé að gerast í líkamanum. Námið um sjúkdóminn botnlangabólgu er ekki fólgið í því að rannsaka rit Hippokratesar til þess að komast að raun um, hvort hann hafi þekt eða ekki þekt botnlangabólgu. Það er heldur ekki nein læknisfræðileg villutrú að beita ann- ari aðferð en Hippokrates kann að hafa notað til lækningar. Og allra sízt er það nein goðgá, þótt reynt sé að sýna sjúkl- ingnum einhverja líkn, þótt svo reynist, að sami Hippo- krates hafi aldrei á þennan sjúkdóm minst. En þetta eru Iæknisvísindin, sem ég lærði í guðfræðideildinni. Læknisúrskurð- urinn er jafnan þessi: »Móse og Páll þektu báðir botnlanga- bólgu vel. Þeir sögðu, að hún væri synd. Syndin er ljót- Leggið hana niður. Hallelújah«. IV. Lesendur þessa tímarits kunna ef til vill að ímynda sér, að lýsingin á blöðum þessum á þekkingarskorti ungra guð- fræðinga sé orðum aukin. Ég get fullyrt, að svo er ekki. ÉS get ekki verið með þau látalæti að telja sjálfan mig hafa verið að neinum verulegum mun ófróðari eða naglalegr* heldur en þorri þeirra manna, sem ég stundaði nám með. Og það, sem ég hef skrifað, er sönn lýsing á minni eigiu reynslu. En annars er hægurinn á fyrir almenning að átta sig á, hvert sé gróðrarmagnið í boðskap kirkjunnar manna, eldri og yngri. Til dæmis er ekki langt síðan út kom bók, sem nefnd er »Hundrað hugvekjur, eftir íslenzka kennimenn1- I þeirri bók hef ég verið að blaða síðustu daga. Ég held ekki, að það sé kveðið neitt ógætilega að orði, þó að sagt sé, að sá hugur hljóti að vera töluvert alvarlega svefnstyggur, sem vaknar við þessa vekjaraklukku. Og svo er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.