Eimreiðin - 01.01.1929, Side 54
34
UM NÁM GUÐFRÆÐINGA
EIMREIDIl*
gengnir guði almátlugum. Þeir eru aldrei í vafa um vilja
hans og fyrirætlanir. Þeir lærðu að þekkja hann sem ungir
piltar við guðfræðinám.
Þessar >Hundrað hugvekjur, eftir íslenzka kennimenn«
varpa einnig ljósi nokkru yfir hinar furðulegu tillögur, sem
nefnd, er skipuð var af Synódus til þess að athuga breyt-
ingar á handbókinni, hefur gefið út og birt í Prestafélags-
ritinu. Um tillögurnar er margt að segja, sem hér er ekki
rúm fyrir, en þess er getið í athugasemdum nefndarmanna,
að breytingar þeirra á almennri guðsþjónustu stefni að »minni
ræðum, meiri bæn«. Þá er þess og getið, að mikla áherzlu
vilji þeir leggja á lofgerðina í guðsþjónustunni.
Það er sjálfsagt til bóta að hafa sem styztar ræður, ef
talið er eðlilegt, að prédikanir eigi að vera að því frábrugðnar
öðru mannsmáli, að menn eigi að hlusta á orð, en ekki
greina neina hugsun bak við þau. En þá er íslenzkri kirkju
hraklega farið, ef það er helzt til björgunar að byggja út
máli kennimannsins. Með því er hlaupið á brott frá megin-
stoð og kjarna mótmælendahugsunar, að vitsmunalífið eigi að
eiga samleið með trú mannsins.
Um »lofgerðina« er það að segja, að ef hún er fólgin í
þessum upphrópunum og útspekúleruðu áköllum, sem mælt
er með, þá virðist helzt vera stefnt að því að gera guðs-
þjónustuna að vikulegri kenslustund í óheilindum.
V.
Eg þykist hafa leitt að því nokkur rök í grein þessari, að
þörf sé á gagngerðri endurskoðun á námsháttum guðfræð-
inga kirkjunnar. Hér hefur það mál eingöngu verið rætt frá
sjónarmiði kirkjunnar sjálfrar og framtíðar hennar. En það
er önnur hlið, og hún eigi ómerkari, sem veit að sálarlífi
nemendanna sjálfra. Þeir yrðu færri, sem legðu út í það nám,
ef þeim væri það ljóst, sem þeir síðar munu flestir uppgötva, að
engir menn eru í eins mikilli hættu við að glata sál sinni,
eins og guðfræðingar. Menn mega vera alvarlega á verði við
hinni ísmeygilegu hættu að reka þá atvinnu að vera góðir
menn og siðprúðir. Sá atvinnuvegur er jafnalgengur eins og
hann er mikið sálarmorð. Og í engri stétt svokallaðra ment-